Dvöl - 01.04.1948, Síða 51

Dvöl - 01.04.1948, Síða 51
113 D VÖL burt úr bænum, frá systrunum og frænkunum, og hver vissi hvaða möguleikar biðu hennar. Þetta siðasta réð úrslitum. Hún hugsaði með sér, að ef til vill væri þetta hamingjan. Vinkonur hennar lentu hver af annarri í höfn hjónabandsins og Ijómuðu af hamingju upp frá því. En því var nú einu sinni þannig farið, að það, sem öðrum varð gleði, varð henni sorg, ný ófullnægð þrá. Hún giftist og fluttist til nýja bæjarins. Og aldrei hafði þrá hennar verið dýpri né árangurs- lausari. Hún gladdist ekki hið minnsta yfir hnotuhúsgögnunum eða útsaumuðum dúkum vinkvenn- anna, yfir silfurtauinu eða pálm- anum frá mági sínum, yfir öllu þessu, sem fólkið umhverfis hana mat svo mikils og því virtist í rauninni tilgangur lífsins. Þegar maður hennar vafði hana örmum, þráði hún að sökkva í faðm hans, þráði eitthvað óskil- greinanlegt, sem henni fannst að yrði að ske, eitthvað á borð við það, að himinn og jörð hryndu saman. Hún sökk ekki. Og það varð ekk- ert hrun. Er hún fór að venjast hinum breyttu aðstæðum, varð henni ljóst, að sá vegur, sem fram- undan lá, var, þegar öll kurl komu til grafar, ekki svo ólíkur þeim, sem hún alltaf hafði gengið, Sér- stakleiki hans fólst í því, að hann var mældur út í eitt skipti fyrir öll, jaðraður nýjum frænkum. Henni fannst hún grálega leikin, varð föl og mögur og erfið sam- lyndis. Þá brostu þau laumulega kring- um hana, voru með ísmeygilegar meiningar og urðu yfirtaks nær- gætin. Og þegar það rann upp fyr- ir henni, hvað þau meintu með þessu, stóð hún einn dag upp frá teboröinu, laust Teu frænku kinn- hest, kastaði sér upp í dívan og gi'ét sig örmagna. Það varð uppnám. En þau voru svo sniðug, að þau létu eins og ekkert hefði í skorizt. Þau voru svo klók. Þau höfðu lesið svo margt í bókum og heyrt enn fleira. Bara ofurlitla þolinmæði, og allt myndi jafna sig. Það jafnaðist alls ekki. Öllum til skelfingar kom það í ljós, aö það var ekkert barn á leiðinni. Ár liðu, áður en það varð. ÞaÖ var því augljóst mál, að kinnhesturinn og fleira af því tagi átti rætur að rekja til stríðra skapsmuna, og maður hennar varð mikillar sam- úðar aðnjótandi. Hann hafði verið óheppinn. Frænkurnar klemmdu saman varirnar og andvörpuðu, þegar þetta bar í tal. Karl Lúðvík, sá indælisdrengur. Stundum vantaði aðeins herzlu- muninn, að hann andvarpaði með þeim, en hann var glaðlyndur að eðlisfari og auk þess greindur maður, sem skildi, að konan er

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.