Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 54

Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 54
116 og hugsað með sér, að hann væri hlægileg fígúra, eins og klipptur út úr tízkublaði, með sitt stífa mitti og ávala baksvip, einglyrnið, og göngulagið, sem líktist því, að hann biði stöðugt eftir, að hestur hlypi undir hann. Og nú hafði hann látið hana upplifa þetta, þessa lausn, þessa endurnýjun, þetta kraftaverk. Gamall, ófagur hamur hafði fallið af henni, meðan hún dansaði. Frjáls og óhindruð hafði hún hreyfzt í nýrri rýmd, fundizt hún eiga þar heima með sál og likama. Það var ég, sem dansaði, hugsaði hún, utan við sig. En það er ekki ég, sem sit hér. Frænkur og aðrar frúr um- kringdu hana. Ih, hrópaði fegurð- ardrottning bæjarins. Hann dans- ar yndislega, liðsforinginn, alveg dásamlega, en hugsa sér hvað það er skrýtið, þegar hann allt í einu fer að snúa sér í hring og dansar öfugt við taktinn, gengur eiginlega. En það var eins og þér vissuð bara ekki af því. En ég skil ekki, hvernig þér getið .... Karl Lúðvík leit fast á hana og sagði: „Ef ég bara gæti skilið, hvers vegna þú vilt ekki taka Múll- ers-æfingar á morgnana. Þú ert ó- trúlega úthaldsgóð. Það sé ég á andardrættinum .Og þó voruð þið að í meira en kortér. En þú hefðir samt átt að Vera búin að æfa and- ardráttinn, með hnébeygjum, það DVÖL hefði verið mjög ákjósanlegt. Lof mér að finna púlsinn.“ Hún kippti hendinni reiðilega úr greip hans. Tea frænka, sem stóð henni á hina hönd, andvarpaði. Músíkin hófst að nýju, og eftir dálitla stund kom liðsforinginn í ljós í dyrunum. Hann hallaðist upp að dyrastafnum, krosslögðum örmum, og virtist hugsa um allt annað frekar en svo fráleitan hlut að snúast í hringi úti á gólfi. En viti menn, allt í einu man hann eftir einhverju, gengur inn og hneigir sig og biðst afsökunar á gleymsku sinni. Og hún fann aftur til hinnar sömu lausnarkenndar. Hún gleymdi sjálfri sér í þeim mæli, að mínútum saman hélt hún augun- um iuktum. Er hún opnaði þau aftur, sá hún munninn á Teu frænku. Hún herpti varirnar svo mjög saman, að þær sáust ekki meir, og hitaflekkirnir tveir, sem aðeins komu í ljós af meiri háttar tilefnum, höfðu brotizt fram í kinnar henni. Og þarna sat Karl Lúðvík með einhvers konar upplausn í svipn- um og þerrði svitann af enni sér. Töfrahringurinn var brotinn. Henni fannst hún aftur þung og lömuð. Hún fór meira að segja tvisvar út úr taktinum. Liðsfor- inginn nam staðar, þakkaði fyrir dansinn og fór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.