Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 55
DVÖL
Á heimleiðinni var rætt um það,
sem gerzt hafði.
Hugsa sér, sagði Hónóríá frænka,
að þú skyldir líka dansa við liðs-
foringjann. Hvað það var elsku-
legt af honum. Það er sagt, að
hann sé reglulegur Don Júan, en
í rauninni er hann víst virkilega
fín persóna. En hvað hann hefur
gott og vingjarnlegt andlit, hugs-
aði ég á meðan ég horfði á ykkur
dansa.
Og í ákafa sínum að sætta allt
og alla sagði Bolla frænka: Ja,
hugsa sér, hann sá víst, að þú
dansaðir ekki svo mikið, ég verð
að segja, að ég er hrærð yfir kurt-
eisi hans.
Tea frænka sagði ekkert, Karl
Lúðvík ekki heldur.
Sjálf ýtti hún tungubroddinum
út milli tannanna og svaraði engu,
en allt í einu tók hún um arminn
á Karli Lúðvík. Upplausnin í and-
liti hans skömmu áður stóð henni
svo greinilega fyrir hugskotssjón-
um.
Er þau voru orðin ein, hóf hann
máls, og nú var engin upplausn í
andliti hans. Hann spurði hana,
hvers vegna hún hefði lokað aug-
unum, hvers konar skrípalæti það
eiginlega væru.
Er hún svaraði engu, talaði
hann um uppgerðarlæti, smekk-
leysi og stöðu sína í bænum. Slíkt
og þvílíkt gerir maður ekki, sagði
Karl Lúðvík.
Vökin, sem hún fann opnast í
117
sál sinni, er þau héldu heimleiðis,
fraus aftur saman.
II.
Liðsforinginn fór burt og kom
ekki aftur. Það gerði ekkert til.
Hann gat ekki gert neitt betra.
Hann hafði skyndilega staðið
hér, óvæntur og óhjákvæmilegur
eins og örlögin, lagt arminn utan
um hana og leitt hana frá gráum
hversdagsleikanum yfir veraldir,
þar sem þyngdarlögmálið var ó-
gilt .... og með örlítilli armhreyf-
ingu hafði hann sett hana aftur á
sinn stað. Eftir það var hún önn-
ur manneskja. Það var ekkert dul-
arfullt við það, og það gaf honum
rétt til að leika stórt hlutverk í
lífi hennar. Gallinn var sá, að
hann fór ekki vel í því. Örlögin
eiga ekki að hafa ávalan baksvip,
alltof aðskornar buxur eða ein-
glyrni.
Þau gátu ekki heldur dansað
ævilangt. Lífinu er nú þannig
farið, að það er óumflýjanlegt að
horfa einnig hver á annan úr
fjarska, og þessi hugsun féll henni
illa. Þar að auki var hún ekki svo
heimsk, að henni dyldist, að liðs-
foringinn myndi hafa orðið þreytt-
ur á henni. Þegar músíkin hætti,
myndi hann ekki lengur vita, hvað
hann ætti við hana að gera. Það
var nú einu sinni þannig, að allt,
sem henni viðkom, skyldi smánað
og niðurlægt. Töframaðurinn var
spaugileg persóna. Og sjálf var