Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 56

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 56
118 DVOL hún í augum hans eitt stórt núll, sem manni yfirsést og dettur ekki í hug að reikna með. Það var stór- kostleg heppni að sleppa við að vera daglega minntur á það. En nú var hún viss um það .... þetta fávíslega, þetta vonlausa og ómögulega: að dæma — það var það, sem hún þráði. En það var ósamrýmanlegt lífi hennar að öðru leyti, ósamrýmanlegt frænk- unum og Karli Lúðvík og stöðu hans, útliti hennar og tveimur smábörnum .... þetta var léttúð og fávizka, en þannig var þessu nú farið. Dansa — ekki eins og frú Klem, sem kom og hélt dansnám- skeið einu sinni á ári og typplaði um gólfið á háum hælum, lyfti kjólnum ögn upp og taldi: einn, tveir, þrír og einn, tveir, þrír. Nei, allt, allt öðruvísi. Ósjálfrátt hófust armar hennar eins og þeir leituðu að einhverju í loftinu, og hún lyfti sér á tá til að fylgja þeim eftir, en ómar af lögum sungu í blóði hennar. Dansmeyja, þetta syngjandi, klingjandi orð, sem sjálft dansaði og sem frænkurnar tengdu alltaf einhverju ótilhlýðilegu, einhverju handan við allan sæmileik og heil- brigða skynsemi, þetta orð tákn- aði, þrátt fyrir allt, ákveðinn veru- leika. Hún hafði oft hugsað um hann. Nú reyndi hún kerfisbundið að ná tökum á honum. Utan á vikublöðunum, sem voru. hengd í glugga tóbaksverzlananna, voru myndir af ballett-stjörnum og óperettu-gyðjum. Einn dag var grein um Isídóru Duncan og skóla hennar í enska tímaritinu, sem bókabúðin ætlaði lærdómsfólki bæjarins, þar á meðal Karli Lúð- vík. Hún fleygði sér yfir greinina eins og svangur maður yfir brauð, Karli Lúðvík til mikillar gleði. Það gleður mig að sjá þig lesa önnur mál. Vikublöðin mátti hún íáta vera. Karl Lúðvík fyrirleit þau, og það var ómögulegt að kaupa þau í laumi. Frá íbúð sinni sáu frænk- urnar yfir allt torgið, og þær sátu til skiptis í glugganum. En hún leitaði hátt og lágt i skúffum manns síns, og í ferða- lýsingu frá Austurlöndum fann hún mynd af Si-da, musterisdans- meyju i Pnom-Penh. Hún rann- sakaði lengi þetta smágerva, tjáningarlausa Asíuandlit, inn- hverft og ógrundanlegt eins og Búddha undir þungu höfuðskrauti. Grannir handleggirnir voru þétt- setnir skrautmunum, og hinar ó- trúlega fíngerðu hendur, með gíf- urlegar neglur á hverjum fingri, vissu upp í loftið. Um hvað var hún að hugsa bak við sín hálfluktu, skásettu augu, sitt litla, flata nef og sinn stóra, blíðlega, þögla munn, sem sýndist þegja yfir yndislegum leyndarmál- um? Hvernig væri það að vera Si- da, musterisdansmær í Pnom- Penh?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.