Dvöl - 01.04.1948, Page 60

Dvöl - 01.04.1948, Page 60
122 D VOL innilegá sammála um, að gull væri of dýrt og í rauninni hreinasta ó- hóf að setja slíkt upp í sig. Og hún brast í grát, höfugan, taumlausan grát, þann grát, sem flest okkar gráta aðeins einu sinni á ævinni. Þegar fólkið kom heim, lá hún fyrir og grúfði andlitið niður i koddann og svaraði ekki, þegar á hana var yrt. Við og við fór djúp- ur skjálfti um allan líkama henn- ar. Og Tea frænka sneri sér að hin- um óttaslegna eiginmanni, sem stikaði um gólfið og strauk fingr- unum gegnum hárið, og sagði: Svo ég segi meiningu mína, Karl Lúðvík, heldur þú ekki, að það sé eitthvað að hérna? Tea frænka lagði flatan lófann á ennið. Hún sagði það af þeirri varkárni og til- litssemi, sem aðeins menntuðu fólki er lagin. Henni var nú mun léttara, er hún hafði sagt þetta. Hún hafði svo lengi brotið heilann um þetta. III. Það var sumar, og hún var uppi í sveit með manni sínum og börn- um, í bústaðnum þar sem þau höfðu varið sumarleyfinu í mörg ár. Frænkurnar komu á sunnudög- um, og á kvöldin fylgdu þau Karl Lúðvík þeim til áætlunarbílsins, sem fór klukkan átta. Þá voru þau aftur komin heim um níuleyt- ið. Hún gekk alltaf spölkorn á und- an þeim. Hún gerði það ekki af á- settu ráði, það æxlaðist bara þannig til. En í fyrsta lagi var það þolraun að trítla í frænku- takti, og í öðru lagi fóru hugsanir hennar á svif, er hún gekk, flögr- uðu inn í óljósan, loftkenndan draumheim, og þá gleymdi hún gjarna þeim, sem umhverfis hana voru. Þegar hún af einhverjum á- stæðum kom aftur til sjálfrar sín, hafði ólánið þegar skeð, óumflýj- anlega. Frænkurnar voru móðgað- ar og Karl Lúðvík óánæður. Þann- ig hafði það verið öll þessi ár. Það var júlíkvöld, milt og kyrrt sólkvöld eftir margra vikna regn. Gullinbirta og langir bláskuggar. Það ilmaði af votu birkinu eins og sterku víni. Langt í burtu klakaði gaukur. Landið kvað við af fugla- söng. Það var iðandi líf á öllum bæj- um. Unga fólkið hallaðist fram á garðgrindurnar, sendi hvert öðru laumuleg augnatillit og flissaði í barm sér. Börnin hlupu um með látum og sköllum. Eldra fólkið sat á tröppunum og rabbaði saman. Það var eitthvað, sem lá í loftinu, léttúð, gleði augnabliksins, eða hvað það nú heitir. Gríptu hið fleyga andartak — það var eitt- hvað þvílíkt, sem lá í loftinu. Og hver um sig greip það á sína vísu; þar á meðal Hónóría frænka, því að hún bar jakkann á handleggn- um, þótt komið væri að sólarlagi

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.