Dvöl - 01.04.1948, Síða 63

Dvöl - 01.04.1948, Síða 63
D VOL 125 um á þeim? Voru þau kannski líka á móti henni? Hún var gripin heift til þeirra allra og hellti yfir þau ókvæðis- orðum, sló um sig og sparkaði frá sér. En nú náði Karl Lúðvík undir- tökunum. Hann náði henni í bóndabeygju og hélt á henni undir öðrum handleggnum. Hún sá andlit hans, með samanherptum vörunum, yfir sér, hún reyndi enn að hrópa, en það varð ekki annað en ósundurgreinanlegur hljóðandi. Karl Lúðvík hafði gott tak á höku hennar og hélt þannig munni hennar lokuðum. Þannig bar hann hana gegnum skóginn, heim í sumarhúsið. Að baki þeim töluðu frænkurnar hver upp í munninn á annarri, og börnin grétu. Tea frænka endur- tók hvað eftir annað, að var það ekki þetta, sem hún alltaf hafði sagt, var það ekki þetta, sem hún alltaf hafði sagt? En hún væri nú svo vön því, að það væri aldrei neinn sem vildi hlusta á hana .... Fjöldi fólks, sem enginn veit, hvar spratt upp, fylgdi eftir þeim og reikaði umhverfis húsið langt fram á kvöld. Hún var ekki ein af þeim óró- legu. Hún er þæg og hlýðin. Sumarið er bezti tími hennar. Þá dansar hún í garðinum, á sléttri flöt, sem afmarkast af fjór- um, stórum trjám. Þar stígur hún dansinn aftur og fram'milli trjástofnanna og raul- ar fyrir munni sér lög, sem hún hlýtur að heyra með innri eyrum sínum, en gleði og angurværð skiptast á í svip hennar eins og sól og skuggi á mislyndum degi. Komi hún auga á ný blóm, stingur hún þeim i hárið. Og hún er alvarleg og innileg .... hún er glettin og hýr, stigur létt niður og hreyfir armana í stóra boga og hringi .... hún er heit og áköf og logandi. Á hælinu þekkist ekki önnur hljómlist en undirspilið við sálma- sönginn. Og hún fær ekki að vera við guðsþjónustur, því að hún er vís til að hreyfa sig í takt við sönginn, hægt og hátíðlega raun- ar, en það hefir samt truflandi á- hrif á söfnuðinn. Um varir hennar leikur bjart draumbros, stórt villibros, sem skyndilega kemur og fer. Hún er fegurri en fyrr og hafin yfir gott og illt. Hún er frjáls. Hún er hamingjusöm. Bjarni S. BenediJctsson þýddi.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.