Dvöl - 01.04.1948, Page 66

Dvöl - 01.04.1948, Page 66
128 D VOL liann nefnir lsland. í’etla er niðurlagserindi kvœðisins: Að sækja ]>ig heini yfir höfin breið. er heiminn að sjá og skoða, úr sólseturs höfnum að liahla leið og liverfa inn í morgunroða, og vekja það upp, sem er æðst og bezt og ei verður sagt né skrifað. Að sækja ]>ig heim — það er happið mest, að hafa til einhvers lifað. Að lesa ljóðmæli Guttorms er aftur á móti á sinn hátt að sækja liann sjálfan heim. Bú heimsókn er nú auðveld orðin vegna útkomu kvæðasafnsins. I’á heimsókn ætti enginn að láta farast fyrir. I þeirri för getur lesandinn orðið fyrir því mikla happi að „vekja það upp, sem er æðst og bezt“ í þjóðernisvitund sinni. Karl Kristjánsson. liára blá — sjómannabókin 1948. Gils Guðmundsson valdi efnið. Utg. Far- manna- og fiskimannasamband Islands. I fyrra gaf Farmanna- og l'iskimannasam • bandið út bók, er nefndist Bára blá. Var ]>að sat'n frásagna og ijóða úr bókmenntuni okkar að fornu og nýju um sæfarir og sigl- ingar. Átti þó ekki að vera um bókmennta- legl úrval að ræða, eins og Gils Guðmunds- son, ritstjóri, sem valdi efnið, segir í formála, heldur allfjölbreytt sýnishorn þess, sem ort hefur \erið og ritað á íslenzka tungu um sjómenn, siglingar og' sæfarir. Skyldi það geyma margt hið bezta, sem skáldin hafa kveðið um ]>etta efni. ásamt frásögnum sjó- mannanna sjálfra og' annarra, sem lýst liala lífi þeirra og störlum. Nú er komið út annað bindi af safni þessu. Salii þetta var mjög fjölbreytt og' skiptist þar á gainalt og nýtt. Efninu er ekki raðað eftir skyldleik eða aldri, heldur við það mið- að, að ritið yrði sem skemmtilegast aflestrar og þv í valið lesbókarform þannig að ljóðin og' frásagnirnar skipfast á og fylgja hvorl iiðru. betta síðara bindi al’ Bára blá ■— sjómanna- bókin 1948 —er með sama sniði, enda mun þetta lesbókarform xinsælt af lesendum og gera ritið heppilegra Lil ígripalestrar. I ]>ess- um bókum er samau komið margt ]>að bezta sem ritað hefir verið um þessi efni bæði að fornu og nýju, og margar afburða skemmti- legar frásagnir, og mestur fengur virðisl i frá- sögnum eftir sjómenn sjálfa. sem eru margar í bókinni. Meginhluli efnisins hefur áður birzt á prenti, en þar er einnig að finna nokkr- ar áður óprentaðar frásagnir. Hér skal ekki drepið á einstakar frásagnir öðrum fremur, þvi að akurinn er víðlendur og gróðurinn margháttaður. En óhætf er að fullyrða að |>etta er skemmtileg og vinsæl lestrarbók, sem mörgum verður ánægja að grípa til og hvetur til meiri lestrar. A. K. TÍMARITIÐ DVÓL kemur út í fjórum heftum á ári eitt hefti á hverjum ársfjórðungi. Það flytur lesendum sínum úrval ]>ýddra smásagna, fræðandi og skemmtandi greinar um erlent og innlent efni, ljóð og ljóðaþýðingar, frumsamdar íslenzkár skáldsögur, ritgerðir, ]>jóðfræðaþætti, gamansögur o. fl. Ritstjóri: ANDRÉS KRISTJÁNSSON. Útgefandi: Dvalarútgáfan. Áskriftagjald kr. 20.00 árgangurinn. — Gjalddagi 1. júní. — Oskast greitt í póstávísun. Áritun: Tímaritið Dvöl, pósthólf 561, sími 2928. Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.