Dvöl - 01.04.1948, Side 67

Dvöl - 01.04.1948, Side 67
Af nýjum bókum eftir íslenzka höfunda á síðari árum, hefur engin vakið jafn mikla athygli og aðdáun sem bókin DALALÍF, eftir alþýðukonuna Guðrúnu Árna- dóttur á Sauðárkróki, sem kallar sig Guðrúnu frá Lundi. Bókin fellur svo vel í smekk alþýðu manna, og lýsir svo vel íslenzkri alþýðu, að glöggir og greindir bóka- menn hafa sagt, að síðan Jón Thoroddsen skrifaði sínar bækur: Mann og konu og Pilt og stúlku, hafi enginn höf- undur lýst íslenzkri alþýðu, skapi hennar og kjörum, bet- ur en Guðrún frá Lundi í bókinni Dalalíf. Þar er ekkert ofurmenni og enginn fáviti, þar er íslenzk alþýða upp og ofan, með amstur sitt og ánægjustundir, gleði og sorg. Þar finnur bæði þú og ég vini og kunningja. Atburðir sögunnar rifja upp minningar liðinna stunda. Sagan er eins og lífið sjálft. Nú er þriðja bindið komið. Fyrsta bindi er alveg upp- selt, en nokkur eintök eftir af 2. bindi. Dragið ekki til jóla aö kaupa bókina, því að miklar líkur eru til þess að hún verði þá uppseld. SckaCe^luH fyatfclífar

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.