Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 6
r
Aramótaávarp
ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR, forseta íslands, 1960.
Góðir íslendingar!
Við hjónin óskum yður öllum góðs og gleðilegs nýjárs.
Við þökkum einnig gamla árið þeim, sem við höfum hitt
fyrir á ferðum okkar um landið eða verið hafa gestir okk-
ar á heimilinu. Þeim fjölgar nú óðum sem leggja leið sína
um hjer á Bessastöðum til að skoða staðinn og kirkjuna,
og það er okkur gleðiefni, þó fáum sje hægt að sinna sjer-
staklega. Við hefðum ferðast víðar í sumar, ef einhvern-
tíma hefði stytt upp, seinni hlutann, hjer á Suðvestur-
landinu — og raunar líka, ef ekki hefðu verið tvennar
kosningar.
Hann er bæði stuttur og lágur sólargangurinn um
þetta leyti. Hjeðan frá Bessastöðum sest sólin nú á bak
við Keili, og logagyllir suðurhimininn í ljósaskiptunum
og kvöldkyrðinni. Veturinn á sinn gullna, hvítbláa
þokka, þegar svona viðrar. Hringur sólarinnar og þrí-
hyrningur Keilisins fara vel saman sem tákn á himni, nú
þegar daginn fer aftur að lengja. Þó margt hafi breyst, og
rafmagnið að nokkru leyti sigrast á vetrarmyrkrinu og
kuldanum, þá er hækkandi sól 1 ífsskilyrði öllum gróðri og
oss sjálfum, jarðarbörnum.
Eitt af því sem minst hefur breyst frá sínu upphafi, er
titilblaðið á Almanaki Þjóðvinafjelagsins, sem fyrst kom
út á þjóðhátíðarárinu 1874, íslenskað af Jóni Sigurðssyni.
Stjömumerkin og brotið er hið sama, en þá voru talin frá
sköpun veraldar tæp sex þúsund ár. Nú er því atriði
slept, en meir greint frá ártölum úr sögu íslendinga
sjálfra. Kemur þá í Jjós, að frá stofnun Alþingis til þessa