Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 78
Garðyrkja.
ERINDI
ílutt á Búnaðarþingi 1. mars 1960, af frú Rögnu Sigurð-
ardóttur, Þórustöðum í Ölfusi.
Háttvirta stjórn Búnaðarfjelags íslands, Búnaðarmála-
stjóri og Búnaðarþingsfulltrúar.
Á síðasta Landsþingi Kvenfjelagasambands íslands, sem
haldið var lijer í Reykjavík í ágústmánuði síðastliðnum,
var kosin þriggja manna nefnd, til þess að leita samstarfs
við Búnaðarf jelag íslands um aukna fræðslu í garðyrkju
og iiúsmæðrafræðum fyrir starfandi húsmæður í l'andinu.
1 nefndina voru þessar konur kosnar:
Frú Ragna Sigurðardóttir, Þórustöðum í Ölfusi.
Heiga Sigurðardótitr, skólastjóri Húsmæðrakennara-
skólans, Reykjavík.
Frú Sigríður Sigurjónsdóttir, Hurðarbaki í Borgarfirði.
Vegna veikinda getur frú Sigríður ekki komið því við
að vera hjer viðstödd og taka til máls, eins og fyrirhugað
var að hún gerði.
Samkvæmt ósk Kvenl jelagasamlrands íslands, hefur
nefndin lagt fram það frumvarp, sem lijer liggur fyrir, en
tilgangur þess er fyrst og fremst sá, að auka fræðslu í garð-
yrkju og húsmæðrafræðum fyrir starfandi húsmæður í
landinu, og stuðla að auknu samstarfi Kvenfjalagasam-
l>andsins og Búnaðarf jelagsins.
feg vil þá gera nokkra grein fyrir því, liversvegna við
teljum nauðsynlegt að fjölga garðyrkjuráðunautunum úr
einum í fjóra, þannig að einn ráðunautur verði starfandi
í hverjum landsfjórðungi.