Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 108
106
Hlín
hlíðinni í nokkrum halla. — ]>egar við nálgumst bæinn,
sjest greinilega, að ekki er ofsögum sagt af stærð garðsins
hennar Oddnýjar. — Þetta er ekki venjulegur garður,
lieldur stór trjágarður eins og það, sem þeir í útlandinu
kalla „park“.
En það er ekki bara liúsfreyja, sem sýnt hefur myndar-
skap á þessum bæ. Hlutur bónda, Friðriks Sigurjónsson-
ar, hreppstjóra, við uppbyggingu býlisins, má ekki gleym-
ast. — Þar er alt eftir bestu, vopnfirsku uppskrift, svo sem
lýst var að framan. — Og hef jeg þó fyrir satt, að Ytri-Hlíð
hafi verið talin rýr jörð, er Friðrik settist þar að búi.
En meira um trjágarðinn: Hann sýnir betur en alt ann-
að ( og sama má raunar segja um hinn fallega trjágarð á
Hofi), að trje geta ekki aðeins vaxið, heldur vaxið vel í
Vopnafirði. — Það sem fyrst og fremst gerir garð Oddnýj-
ar svo glæsilegan, er stærðin. Því miður hef jeg ekki fest
rnjer í minni, live margir fermetrar hann er. Verð að láta
mjer nægja loðnar upplýsingar, eins og Einar Benedikts-
son forðum um hæð Goðafoss: I fann er geysilega margir
fermetrar! — Svo er annað, sem maður undrast: Garður-
inn er ekki nema um 10 ára gamall, og næstum alt var
gróðursett í hann á einu vori. — Til þess að ráðast í slíka
framkvæmd hefur þurft meiri kjark og stórhug en títt er
að finna. — Enda er víst um það, að Oddný Metúsalems-
dóttir lætur ekki smámuni standa í vegi fyrir því, sem
hún ætlar sjer að gera. — Af hennar fundi fer enginn
kjarklaus eða svartsýnn á framtíðina.
Ennþá hef jeg ekki komist víðar um Vopnafjörð en
hjer hefur verið sagt frá. — Selárdalur og strendurnar
beggja vegna fjarðarins eru staðir, sem maður á vonandi
eftir að skoða fyr en seinna. — Og þrátt fyrir alt er gaman
að eiga eitthvað ósjeð á framandi stað, því maður á þá
tilhlökkunina að koma aftur og skoða betur.
Það er leitt og ilt, að ekki skuli vera kominn vegur
styttri leið til Vopnafjarðar en um Möðrudal frá Hjeraði.
— En vonandi verður á næstu árum unnið að því að gera