Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 30
28
Hlin
margar ungar stúlkur gerðu í þá daga. Var hún þá fyi'st á
myndarheimili þeirra hjóna Guðmundar og Valgerðar á
Hóli hjer í bæ. Var mikið staif fyrir höndum, því Guð-
mundur hafði bátaútgerð og margt vinnumanna. — Síðan
komst húir á hið ágæta heimili Sigurðar lektors Melsted,
var kona lrans, Ástríður Melsted, frábær að reglusemi og
myndarhúsmóðir, enda þakkaði Ingveldur dvöl sinni á
þessum nefndu heimilum margt hið besta, sem hún hafði
numið, og voru þessar tvær húsfreyjur bestu vinkonur
hennar meðan þeim entist aldur saman.
Þegar Ingveldur fór frá lektor Melsted gekk hún að
eiga Erlend Zakaríasson, vegaverkstjóra, frá Bergi í
Reykjavík. Bjuggu þau þar til áisins 1892, en þá keyptu
þau Norðurberg (nú Ingólfsstræti 23) og dvöidu þar til
ársiirs 1903.
Ingveldur hafði engrar bóklegrar mentunar notið í
æsku, Iiafði einungis lært að lesa, og lítilsháttar að skiifa,
og svo auðvitað kverið sitt, en með elju og áhuga tókst
henni að afla sjer góðrar kunnáttu í dönsku, og gat þar af
leiðandi iesið meira og aflað sjer margvíslegrar þekking-
ar á þann hátt, sem laut að áhugamálum liennar. —
Keypti hún sjer margt af kristilegum ritum á því máli. —
Kom það henni síðar að góðu haldi, er hún tók að sjer
foi'stöðu fyrir liinu kristilega bindindis- og góðgeiða-
fjelagi Hvítabandinu.
Hugur hennar hneigðist snemma að ljelagsstarfi og
einkum mai'gvíslegu góðgerðastarfi. -• Mun hún hafa
verið ein af stofnendum góðtemplaiastúkunnar „Verð-
andi“, sem er elsta stúka landsins, enda var Góðtemplara-
í'eglan eini kristilegi fjelagsskapurinn innan kirkjunnar
ísleirsku, sem nokkuð kvað að í þá daga, var og sá fjelags-
skapur henni að skapi.
Það var því ekki að undra, þótt hún yrði ein af stofn-
endum Hvítabandsins árið 1895. — Hafði hún áður geng-
ið í Hjálpræðisherinn, og þaðan var hehni kornin djörf-
ungin og starfsgleðin, sem einkendu hana alla æfi. — í