Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 150
/
148 Hlin
að vefstóll sje settur upp á einum eða tveimur bæjum hjer í sveit,
en þess utan vefur Bóthildur á Arnarvatni á hverjum vetri ferða-
teppi fyrir útsölu í Reykjavík. — A gömlu spunavjelina eftir
Bárð spinna konurnar band, fyrst og fremst í nærföt. — Jeg hef
prjóna, þegar jeg hlusta á Utvarpið. Jeg gæti ekki hlustað á það
nema hafa eitthvað milli handanna, vettlinga eða sokka.
Nú segir konan, að hún fari að sækja ullarpoka upp á loft til að
taka ofan af, svo þú sjerð að það er gert ennþá, henni er illa við
illhærurnar.
Hún biður fyrir bestu kveðjur til þín — með þakklæti fyrir
„Hlín“ — við lesum hana með ánægju. — Svo þakka jeg þjer
gömul og góð kynni, óskandi þjer allt góðs á ókomnum dögum. —
Vinsamlegast Jónas Helgason.*)
Melgras. Ragna Siéurðardóttir, garðyrkjukona, skrifar: — Jeg
hef notað melgras til ýmislegs. Jeg hef haft það í vefnað (fyrirvaf
í borðmottur). Líka litað það með haustlitum í jólastöngla, til að
hafa það með öðru skrauti í gólfvasa. Við seldum það þannig. —
En jeg hef æfinlega bleikt það áður, það er svo mikill harpix í því,
þá er það ónothæft. — Hef haft klórkalk, vanalegan sóda og krist-
alssóda.
Dr. Björn Sigurbjörnsson, erfðafræðingur, tók doktorsgráðuna:
„Um íslenska melgrasið.11
Frá Breiðafirði er skrifað um Þorrakomu 1960: — Góð er tíðin
hjer vestra, staðviðri undangengið, auð jörð, oft dásamlega fagurt
veður á þessum tíma árs og fuglasöngur í kyrðinni. Skammdegið
gleymist. — Nú hækkandi sól. — Svo fagnar maður hlýindum
vorsins og vaknandi gróðri af vetrardvala.
Mikið er lífið dásamlegt, ef maður nýtur þess á rjettan hátt.
Ur Barðastrandarsýslu er skrifað á Þorranum 1960: — Jeg
þakka kærlega fyrir „Hlín“, hún er altaf jafnkærkomin á mitt
heimili. En nú þykir mjer lakast, að tveir áskrifendur eru burt-
fluttir: Annar til Hafnarfjarðar, hinn til Tálknafjarðar. — Já,
svona gengur það í þessu lífi oft, einlægir flutningar, og að síðustu
inn í eilífa landið. — En Guði sje lof fyrir alt það dásamlega, þá
*) Á Grænavatni — báðum búunum — voru framleiddar allar
tegundir tóskapar, frá hríðarhemputói til fínasta peysufatavaðmáls
og svuntudúka. — Vaðmálið og dúkarnir nutu aðdáunar um land
alt og fóru víða. — H.