Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 66
64
Hlin
E. Það g,etur verið nokkuð til í þessu, en hvað segja
ungu stúlkurnar? — Vilja þær vinna heimilisstörf?
Þ. Því miður gengur oft illa að fá þær til þess. — Og þó
gæti það orðið þeim hagnýtur og góður skóli, því flestar
stofna þær heimili síðar meir. — Einnig finst mjer betra
að vita af unglingsstúlku í vist á góðu heimili, en eina í
leiguherbergi, þó hún stundi einhverja vinnu. — Einstæð-
ar mæður gætu og oft eignast heimili fyrir sig og börn sín,
ef þær vildu taka að sjer heimilisstörf. — í sveitum er til
dæmis oft hægt að fá dvalarstað fyrir konur með 1—3
börn, ef þær vildu sinna því.
E. Nú eru víða komin svo margvísleg þægindi í sveit-
unum, svo að það ætti að vera gott fyrir þær og ef til vill
framtíðarmöguleikar.
Þ. Já, ekki er það útilokað. — En það er annað ,sem jeg
held að liúsmæðurnar gætu gert meira að, og það er að
kenna börnum sínum heimilisstörf. — Öll erum við
hrædd við það, sem við höfum ekki reynt og þekkjum
ekki. — Ef bcjrnin hafa aldrei lært að hjálpa til heima hjá
sjer, er hætt við því að þeim vaxi heimilisstörfin í angum,
þegar þau fara sjálf að stofna heimili, og getur það valdið
óánægju og erfiðleikum í heimilislífinu. — Á þetta við
bæði um drengi og stúlkur. Ef móðirin veikist, er heimil-
ið oft hjálparlaust, þó þar sjeu ef til vill unglingsstúlkur
og uppvaxandi drengir á heimilinu. — En þá er viðkvæð-
ið oft: ,,Hún er í skólanu.m,“ eða: „Hann er í skólan-
um.“ — En vart myndi skólanámið bíða tjón, þó börnin
hjálpuðu liálfa eða eina klukkustund á dag við heimilis-
störfin, lærðu að búa um rúmið sitt, leggja á borð, þurka
diska, svo eitthvað sje nefnt. — Móðirin gæti ef til vill
sagt barninu sögu eða kent því vísu eða Ijóð á meðan hún
ynni með því. — Einnig mætti gleðja bamið fyrir vel
unnið starf, því „verður er verkamaðurinn launanna"!
Með því að leyfa barninu að taka þátt í heimilisstörf-
unum tengist barnið nánari böndum við heimilið, finnur