Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 21
Hlin
19
ar fór að hlýna í veðri. — Segir faðir minn þannig frá í
dagbókum sínum:
„Svo urðu megn veikindi í húsum þessum, að blessuð
börnin hrundu niður. Alt hjálpaðist að til að ræna þau
heilsu: Óliolt fæði og ónógur aðbúnaður. — Við margt
var að stríða, en sárast var að sjá Guðrúnu sálugu sár-
þjóða og geta ekki linað þjáningar hennar. — Um 9 dagar
liðu frá því hún tók veikina og þangað til Guð tók hana
í sinn náðarfaðm. — Hún sálaðist 20. s. m. — Jón ívarsson
og Jakob Espólín voru grafarmenn. — Guðrún sál. var
ljómandi fallegt og skemtilegt barn, þroskuð vel. — Sár-
astan söknuð ber jeg í hjarta til dauðans að skiljast við
þann ástvin.“
Árið 1881 fluttust foreldrar mínir til Winnipeg og
áttu þar heima eitt ár, en fóru þaðan til Argyle bygðar,
tóku þar land og bjuggu þar góðu búi í tuttugu ár. —
Aftur komu þau til Winnipeg 1902 og voru þá hjá mjer
eitt ár, meðan faðir minn var að láta byggja hús fyrir
þau. — Áttu þau þar heima nokkur ár og lifðu rólegu lífi.
— En þegar kraftarnir tóku að minka, komu þau til mín
og áttu síðan heima hjá mjer til æfiloka. — Móðir mín
andaðist 25. mars 1923, en faðir minn fjórum árurn síðar.
brjú börn móður minnar dóu í æsku, en önnur börn
hennar, auk mín, voru þessi: Dr. Valtýr Guðmundsson,
kennari í íslenskum fræðum og bókmentum við Kaup-
mannaliafnarháskóla. Kristjana, gift Erlendi Gíslasyni
Gillies frá Eyvindarstöðum í Húnavatnssýslu, og bjuggu
þau í Vancouver á Kyrrahafsströnd. Anna, gift Sigurði
Antoníussyni, bónda í Argyle bygð, Manitoba. Guðmund-
ur, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur Magnússonar Nordal.
Þau bjuggu fyrst í Argyle en síðan í Winnipeg.
Móðir mín var á níunda árinu yfir áttrætt er hún and-
aðist. — Við útför hennar komst síra Rögnvaldur Pjeturs-
son þannig að orði:
„Valdís sál. var kona gáfuð og glaðlynd, hugrökk
2*