Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 24
22
Hlín
okkar allra? Það er að
hún sva£ í hundrað ár
og vaknaði aftur ung og
lögur eftir þann tíma. —
Það var vel af sjer vikið. ^
Hitt er þó enn snjallara,
að vaka og vinna í
lnindrað ár og vera þó
enn ung og fögur eins
og Þyrnirós, — æfintýri,
senr Margrjet Símonar-
dóttir hefur nú gert að
veruleika."
Margrjet Símonardótt-
ir er fædd að Berghyl í
Hrunamannahreppi 16.
apríl 1856. — Faðir
liennar var Símon bóndi
að Berghyl Guðmundsson bónda þar, Halldórssonar
bónda í Jötu, Jónssonar, Þorsteinssonar bónda í Tungu-
felli, Kolbeinssonar. — Bróðir Jóns Þorsteinssonar var síra
Kolbeinn Þorsteinsson prestur í Miðdal (1765—1783),
gáfumaður, skáld gott og listfengur. Fleiri voru hagmælt-
ir í þeirri ætt. Eftir föðurbróður Símonar, Jón Halldórs-
son í Efraseli, er þessi staka:
Minn er Blettur burðaknár,
bráðaljettur, vakur,
hárasljettur, hófasmár,
holdaþjettur, spakur.
Móðir Margrjetar var Kristbjörg Gottsvinsdóttir, Gott-
svinssonar bónda í Steinsholti, Jónssonar bónda á Minni-
Völlum í I.andsveit, Gottsvinssonar í Skarði á Landi,
Magnússonar í Mörk, Gottsvinssonar. Móðir Jóns á
Minni-Völlum var Salvör Gunnarsdóttir frá Hvammi þar