Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 60
58
Híin
Hún var listmálari, skar út í trje, fjekst við lrögg-
myndagerð, orti kvæði og samdi tónsmíðar. Hún var
einnig snillingur við alskonar saumaskap. Ekki má
gleyma skautaíþróttinni. — Elísabet var rnjög leikin í
þeirri íþrótt, og sýndi Iijer listdans á skautum ásamt
manni sínum, sem er mikill snillingur í þeirri grein.
Allir Akureyringar, og sjálfsagt fjöldi ferðamanna, sem
leið hafa átt gegnum Aðalstræti í Fjörunni, liafa eflaust
veitt athygli fallegum blómagarði með nokkrum fögruin
höggmyndum. Þetta er garðurinn hennar Betu.
Heyrt hef jeg, að eitt sinn hafi merkur listamaður frá
Reykjavík Iieimsótt hana og fengið að sjá málverkin
hennar. — Hann kvað ujijj þann dóm, að myndirnar væru
alveg rjett bygðar og hafði hún þá ekkert lært. En best af
öllu var þó hve góða og göfuga sál hún hafði að geyma.
Það var göfgandi að vera í návist hennar.
Þetta er ekkert oflof. — Svona var Elísabet Geirmunds-
dóttir.
Elísabet var fædd 16. febrúar 1915 á Akureyri, dóttir
þeirra heiðurshjóna Albínu Helgadóttur og Geirmundar
Kristjánssonar. Þau systkin voru fjögur, bróðir hennar er
hinn kunni fuglafræðingur Kristján Geirmundsson. —
Öll voru þessi systkini meira og minna listfeng.
Elísabet var gift Ágústi Ásgrímssyni, verkstjóra, og áttu
þau þrjú börn, tvö þeirra eru uppkomin, Iðunn, gift
Magnúsi Guðmundssyni, húsgagnasmið, þau eiga eins
árs garnla dóttur, sem ber nafn ömmu sinnar, næstur er
Ásgrímur, 14 ára, og Geir, 7 ára.
Þau h jónin voru mjög samhent, og reyndist maður
hennar henni framúrskarandi vel í veikindum hennar. —
Einnig var samband Elísabetar og tengdamóður hennar,
Ingibjargar Hansdóttur, til fyrirmyndar.
Elísabet fór tvívegis utan til uppskurðar við heilaæxli,
en fjekk ekki bót, þó alt væri gert sem í mannlegu valdi
stendur til að hjálpa henni. Hún Ijest eftir miklar og
langvarandi þjáningar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-