Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 90
88
Hlin
Um dúnhreinsim og fleira.
Eftir Kristinn Indriðason á Skarði.
Kvenfólkið hefur farið þess á leit við mig, sem þessar
línur skrifa, að jeg sendi þær Hlín, og held jeg að ástæð-
an fyrir því sje sú, að þeim þótti ekki eftirsóknarverð at-
vinna að hreinsa æðardún, sem víða hjer í Vestursýlunni
varð að gera, hvort sem þótti gott eða ilt.
Nú eru breyttir tímar með þetta eins og flest annað,
vjelar komnar til flestra nytjastarfa, og er að það sárabót
vegna fólksfæðarinnar, sem víða bryddir á.
Eins og margir vita er starfið lijer á Skarði, „bæði til
sjós og lands“, eins og það er kallað. Maður hefur mótor-
bát tl að stunda hlunnindin, og væri það ógerningur ella
nú til dags, því þau eru um miklu víðfarnara svæði held-
ur en nokkurstaðar annarsstaðar á Breiðafirði: Talið 9
sjómílur frá því farið er úr lendingu í hringferð, þar til
lent er aftur á sama stað.
Svo hefur maður í landi heyvinnu- og áburðarvjelar,
en þá var eftir það, sem verst þótti, — að hreinsa dúninn.
Það fjekk kvenfólkið að leika sjer við í sláttarbyrjuninni,
en karlmennirnir aftur á móti hitt sælgætið, mógrafirnar.
— Nú eru þessir kunningjar báðir úr sögunni. — Olían,
gljákolin og koksið, leysa alla af hólmi við mógrafirnar,
en til að auðvelda dúnhreinsunarstarfið koma þær góðu
vjelar Baldvins Jónssonar á Laufásvegi 19 í Reykjavík.*)
Jeg fjekk dúnhreinsunarvjelina fyrir 5 árum, og sýndi
hún ekki hálf afköst, hvorki hjer nje annrstaðar, sökum
ónægra hitunarskilyrða. — Jeg var löngu búinn að segja
Baldvini, að hans góða hreinsunarvjel lilyti aldrei þann
orðstý, sem henni bæri, fyr en liann fyndi upp hitara.
En nú er sú þraut unnin. Hann er búinn að finna upp
*) Baldvin er Þingeyingur að ætt, barnabarn Baldvins læknis
í Garði í Aðaldal og Benedikts frá Auðnum.