Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 50
48
Hlin
isstæðer mjer falleg rnynd, er hún átti af Gísla Hjálmars-
syni, lækni, er verið Iiafði alúðarvinur þeirra hjóna.
Alt tal Guðnýjar var þrungið af góðleik og þakklæti
til samferðamannanna, en í engan mann hnjóðað, eða
kvartað yfir neinu.
Blessuð sje minning hennar.
Guðríður Guðmunilsdóttir, Sleðbrjótsseli, Jökulsárhlíð.
Jeg læt hjer fylgja nokkur erindi af löngum eftirmæl-
uum, ort af mætum samtíðarmanni Guðnýjar, þjóðsagna-
safnara Sigfúsi Sigfússyni frá Eyvindará, er það látlaus og
sönn lýsing á sálarlífi og framkomu þessarar ágætiskonu.
Mun Sigfús hafa þekt Guðnýju og Fjarðarselsheimilið
manna best, enda notið Jrar alls góðs á langri og einmana-
legri æfi sinni.
Um ættartöluna er það að segja, að hún inun hafa ver-
ið rangfærð í gömlum minningargreinum, og Jrví skrifaði
jeg hana upp, eins og hún barst mjer í hendur og tjett er
talið. — Læt jeg þig alveg ráða, hve mikið þú lætur prenta
af henni, en sumir af afkomendum Guðnýjar leggja mik-
ið upp úr ættfræði. — G. G.
Eilífðar-björt í ljós burt leið
lúin og göfug sál,
andstæðum h'fs er oft þó kveið,
— enda er leið sú háh
Margoft ástvina missir sveið,
mæddi Jrví reynslu-skál.
Herrann olt bað um hjálp í neyð
hugklökk og trúarþjál.
Kærleikans hlýju kostagnótt
kona sú ávann sjer,
vináttu og traust því vann af drótt
veilandi mörgum hjer,