Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 114
112
Hlín
Þó fátt sje um konur í sveitastjórnum og sýslunefndum
á íslandi, býst jeg við, að þær ráði nokkru um gang mála
engu síður með áhrifum sínum.
Heill og heiður allri framkvæmd!
í þessu erindi er Samband norðlenskra kvenna sjerstak-
lega haft í huga, því vil jeg leyfa mjer að beina að lokum
nokkrum orðum til stjórna Sambandanna 8, sem í norð-
lenska sambandinu eru. (64 fjelög, um 2500 meðlimir.)
Samvinna þeirra við aðalstjórnina hefur jafnan verið hin
prýðilegasta jaessi 46 ár. — Ánægjulegt, að allir stjórn-
málaflokkar hafa unnið saman í sátt og samlyndi, enda
stjórnmál aldrei til umræðu, samkvæmt lögum S. N. K. —
Samvinna við Kvenfjelagasamband íslands ágæt. —
Stjórnarvöld ríkisins hafa tekið vinsamlega samþyktum
fundanna.
Viðvíkjandi fjáröflun Sambandanna í S. N. K. sýnist
ráðlegt að fara að dæmi kvennasambanda í öðrum lands-
fjórðungum, og leita stuðnings Sýslusjóða og Ikinaðar-
sambanda hjeraðanna. — Ánægjulegt er að Samböndin
eru nú, hvert af öðru, að taka upp tveggja daga fundi á
vorþingum sínum. — Er þá hægt að ráða ráðum sínum í
næði, í stað þess að flaustra öllu af parti úr degi. — Eitt
af Jrví, sem ekki má gleymast á vorfundunum, er að senda
aðalstjórn upplýsingar um kosna fulltrúa þá þegar, og
liafa allar skýrslur í góðu lagi.
Svo óska jeg öllum fjelögum okkar árs og friðar.
Þakka góða samvinnu!
Halldóra Bjamadóttir,
p. t. formaður S. N. K.
Öll merkasta löggjöf íslendinga síðustu 30 ár miðar að því að
útrýma fátæktinnni, jafna gæðum og gjöfum tækninnar með vax-
andi samhjálp og samábyrgð.