Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 141
Hlin
139
báðar konurnar fóru með. Það voru bara 12 stykki, sem stungið
var inn í litla jeppann. Alt gekk vel, og allir komu sælir og glaðir
heim. — Jeg treysti mjer ekki til að fara, ætlaði að skrifa þjer,
en andinn var ekki við hendina, svo jeg skreið upp í rúm og stein-
sofnaði og svaf í fleiri tíma, var rjett búin að renna á könnuna,
þegar fólkið kom.
Verklegt ætlunarverk skólabarna á íslandi fyrir 50 árum var:
„Hirða skó, festa hnapp, staga sokk, sauma bót á fat, þvo úr
flík.“
Úr Kjósinni er skriíað veturinn 1960: — Hjeðan ekkert mark-
vert að frjetta. — Kvenfjelagið lifir ágætu lífi. Heilmikið starfað,
ef miðað er við hvað við erum fáar í fjelaginu, innan við þrjátíu,
svo eru 10—12 æfifjelagar, konur, sem eru fluttar úr sveitinni,
en eru ennþá í fjelaginu. -— Jeg er ekki að telja neitt upp af því
sem við störfum, en álít að það sje alt til menningarauka í sveit-
inni, og oft er leitað til fjelagsins með ýmislegt, sem verið er að
gera og heyrir til kvennastarfa.
Tíðarfarið hjer á Suð-Vesturlandi hefur verið með eindæmum
gott, sem sje sumarblíða, og er enn fram að Þorra ,hvað sem fram-
tíðin ber í skauti sínu, er þetta mikil hjálp eftir þetta óheyrilega
erfiða sumar. Það er undrun hve mikið náðist af heyjum í slíku
tíðarfari, en það er mikið að þakka hinum miklu heyvinnuvjelum,
sem hjer eru á flestum bæjum. Sjerstaklega er það súgþurkunin,
sem kemur á æ fleiri bæi. — Við erum búin að fé rafmagn á
marga bæi, en því miður ekki á nærri alla. — Sveitin mín er
þannig löguð, að ilt er að leggja um hana línu, dalirnir eru margir
og nokkuð langt á milli þeirra og bæjanna.
Tóvinna fer hjer árlega minkandi. Nú eru það helst við eldri
konurnar sem ennþá spinnum. — En fjelagið okkar á fimm þráða
rokk, sem gengur fyrir rafmagni og gengur hann á milli þeirra sem
nota hann, einnig á fjelagið tvær prjónavjelar til afnota, annars
eru prjónavjelar á flestum bæjum í sveitinni. — Jeg sjálf á rokk,
fimm þráða og spinn þetta 10—20 kg. á hverjum vetri, en jeg á
líka svo mikið af börnum og barnabörnum, sem nota ullarföt, en
dætur og tengdadætur búa í Reykjavík og vinna ekki ullarvinnu,
en þykir gott að nota ullarföt á bændur og börn.
Merk kona í Reykjavík skritar á Þorranum 1960: — Jeg vakna
snemma dag hvern til að búa drengina okkar fimm í skólann. —
Sá elsti er í Mentaskóla, annar í Landsprófsdeild og þeir þrír
yngstu í Barnaskóla. Flesta daga fer mikill tími hjá mjer í það