Hlín - 01.01.1960, Page 141

Hlín - 01.01.1960, Page 141
Hlin 139 báðar konurnar fóru með. Það voru bara 12 stykki, sem stungið var inn í litla jeppann. Alt gekk vel, og allir komu sælir og glaðir heim. — Jeg treysti mjer ekki til að fara, ætlaði að skrifa þjer, en andinn var ekki við hendina, svo jeg skreið upp í rúm og stein- sofnaði og svaf í fleiri tíma, var rjett búin að renna á könnuna, þegar fólkið kom. Verklegt ætlunarverk skólabarna á íslandi fyrir 50 árum var: „Hirða skó, festa hnapp, staga sokk, sauma bót á fat, þvo úr flík.“ Úr Kjósinni er skriíað veturinn 1960: — Hjeðan ekkert mark- vert að frjetta. — Kvenfjelagið lifir ágætu lífi. Heilmikið starfað, ef miðað er við hvað við erum fáar í fjelaginu, innan við þrjátíu, svo eru 10—12 æfifjelagar, konur, sem eru fluttar úr sveitinni, en eru ennþá í fjelaginu. -— Jeg er ekki að telja neitt upp af því sem við störfum, en álít að það sje alt til menningarauka í sveit- inni, og oft er leitað til fjelagsins með ýmislegt, sem verið er að gera og heyrir til kvennastarfa. Tíðarfarið hjer á Suð-Vesturlandi hefur verið með eindæmum gott, sem sje sumarblíða, og er enn fram að Þorra ,hvað sem fram- tíðin ber í skauti sínu, er þetta mikil hjálp eftir þetta óheyrilega erfiða sumar. Það er undrun hve mikið náðist af heyjum í slíku tíðarfari, en það er mikið að þakka hinum miklu heyvinnuvjelum, sem hjer eru á flestum bæjum. Sjerstaklega er það súgþurkunin, sem kemur á æ fleiri bæi. — Við erum búin að fé rafmagn á marga bæi, en því miður ekki á nærri alla. — Sveitin mín er þannig löguð, að ilt er að leggja um hana línu, dalirnir eru margir og nokkuð langt á milli þeirra og bæjanna. Tóvinna fer hjer árlega minkandi. Nú eru það helst við eldri konurnar sem ennþá spinnum. — En fjelagið okkar á fimm þráða rokk, sem gengur fyrir rafmagni og gengur hann á milli þeirra sem nota hann, einnig á fjelagið tvær prjónavjelar til afnota, annars eru prjónavjelar á flestum bæjum í sveitinni. — Jeg sjálf á rokk, fimm þráða og spinn þetta 10—20 kg. á hverjum vetri, en jeg á líka svo mikið af börnum og barnabörnum, sem nota ullarföt, en dætur og tengdadætur búa í Reykjavík og vinna ekki ullarvinnu, en þykir gott að nota ullarföt á bændur og börn. Merk kona í Reykjavík skritar á Þorranum 1960: — Jeg vakna snemma dag hvern til að búa drengina okkar fimm í skólann. — Sá elsti er í Mentaskóla, annar í Landsprófsdeild og þeir þrír yngstu í Barnaskóla. Flesta daga fer mikill tími hjá mjer í það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.