Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 18
16
Hlín
mikla ánægju. — Á áttatíu ára afmælinu var Margrjeti
haldið fjölment samsæti, sem Kvenfjelag Fríkirkjunnar
og Lestrarfjelagið „Jón Trausti" stóðu fyrir. — Þar voru
lienni fluttar margar góðar ræður að verðugu. — Og á
níutíu ára afmæli hennar höfðu börn hennar „opið hús“
fyrir vini hennar. — Þar flutti hún sína síðustu ræðu,
sem var snildarlega samsett og vel flutt. — Þessa afmælis
var getið í Kvennadálki „Lögbergs" 31. maí 1956.
Þetta er fljótt farið yfir langa og mjög merkilega sögu
vestur-íslenskrar kvenhetju, sem barðist alla æfi við skiln-
ingsleysi manna og eigin efnaskort.
Anna Kristjánsson, Blainé, Wash., U. S. A.
TIL VONARINNAR.
Lýsir lífsins ósa,
leið hún snemma í heiði
ofar sævi svifin
send af mildri hendi
styrk að veita ósterkum,
stilla í sólar-hilling
bjartri — sorgar-svartan
sorta ljósi snortin.
Ræður sínum ráðum,
rafurloga vafin,
vekur þróttinn veikum
vonin manna-sonum.
Snertir hvers manns hjarta,
hendi engra bundin,
leiðarstjarna lýða,
'ljósið sveina og drósa.
Sólin lífsins sæla,
síbjört harms í skýjum,
heldur á heilla eldi,
hrygð og sorg útbygði,
gróður strjála staði
stráir í geisla-bárum,
helli snýr í höllu,
hjarni lífs að arni.
Mjer um farveg farinn
fylgd þín reyndist mildi,
arfleifð æsku-hvarfa
inn í byrjun hinna.
Bú mjer höllu liáa, —
hrynji hún, — þú mín vina,
óðar byggir aðra
öðrttm heims á jöðrum.