Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 127
II lin
125
Skrauta.*
Mjer finst það þess vert að setja á prent hvað hún Skrauta
var merkileg skepna.
Þegar við hjónin keyptum hana, var hún óborin kvíga, falleg að
sjá, ljósrauð á lit, fallega sköpuð, bar höfuðið hátt, var stórhyrnt
og svipmikil.
Þegar hún bar fyrsta kálfi, komst hún í 13 merkur, og þótti það
ágæt nyt, þar sem litið annað en taða var þá gefin kúm — ofur-
lítil mjölgjöf.
Svo liðu árin, Skrauta hækkaði altaf nyt sína. Var þá farið að
gefa henni alt nýtt, hrognkelsi, nýtt soð, kaffikorg, kaffiafgang og
fleiri matarleifar.
A miðjum aldri fjekk Skrauta doða, og varð mjög veik. — En
um þetta leyti var hún komin í 56 merkur á sólarhring, og var
mjólkuð þrisvar á sólarhring. — Skrauta var altaf snemmbær,
stóð geld í 1-—2 mánuði, var í 16—17 merkum á vorin þegar hún
var látin út.
Um sumarið, eftir að hún veiktist af doðanum, var það einn
morgun, að jeg stóð við herbergisglugga okkar hjónanna, að jeg
sje að Skrauta er að koma út úr fjósinu, en stansar x dyrunum og
hristir hausinn, eins og hún vilji ekki fara út. — Veðrið var milt,
en ekki sólskin. — Hin kýrin okkar kom á eftir henni, og varð því
Skrauta að fara út, en hún horfði alt í kringum sig, en fór svo með
dræmingi af stað og með hinum, sem reka átti í haga.
Eftir hádegi fór að þyngja í lofti, og svo fór að rigna. —- Alt i
einu kemur Skrauta á harða spretti, aldrei þessu vön, heim að
túninu, — en húsið okkar stóð í miðju túni, — og flýtir sjer inn
í fjós. — Mjer þótti þetta skrítið, og fór jeg að tala við stúlkuna
mína, hvernig á þessu gæti staðið, og sagði hún mjer, að kýrin
hefði látið svona áður. —■ En rjett í þessu fór að húðrigna. Skyldi
geta verið eitthvað að skepnunni, sem við gátum ekki skilið. —
Bað jeg því Laugu, að taka eftir hvort kýrin ljeti svona oftar.
Hvernig hún bæri sig til, þegar henni væri hleypt út úr fjósinu á
morgnana. — Þetta endurtók sig. — I sláttarbyrjun var það einn
*) Jóhanna Arnljótsdóttir Hemmert, sem lengi var búsett í
Höfðakaupstað á Skagaströnd, nú í Reykjavík, sendir „Hlín“
þessa sögu um kusu sína í sumar.