Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 46
44
Hlín
inn sinn, oggat því, sjer til mikillar ánægju, glatt börn og
geiið vinagjafir, en best var þó að geta gefið þeim, er fá-
tækir voru og þurftu þess með, því hvers manns neyð
vildi liún bæta, en hún auglýsti ekki gjafir sínar. Hún
gaf af hjartans þörf og löngun ti] að gera gott og bað að
láta engan vita.
í Skógum var María yfir 30 ár, þá hættu þau Björg og
Þórður að búa þar og fluttu til Akraness, og hún með
þeim, en Guðmundur, sonur þeirra, tók við búinu, en
Sveinn og Ingvi eru á Akranesi. — Bræðurnir eru allir
mestu liagleiksntenn, eins og þeir eiga kyn til. Allir giftir
og eiga börn.
María var þá fyrir löngu farin að kröftum, enda kom-
in nokkuð yfir áttrætt. — Hjá dóttur sinni naut hún um-
önnunar og lunnar bestu aðhlynningar, og að síðustu ná-
kvæmrar hjúkrunar í langri legu elli- og hrörnunar. —
Síðustu tvo mánuðina var hún á Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi, en þangað var hún ekki flutt fyr en hún var orðin
rænulaus og næringarlaus, nema með inndælingum. —
Undruðust læknar, hve lengi lífið entist. Hún dó þar 11.
júní 1959, og var jörðuð 16. s. m. frá Akranesskirkju.
Vinir hennar, sem lnin hafði kynst og annast á barns-
aldri þeirra, líkt og mig, og bundið við trygð og vináttu
æfilangt, komu þá norðan úr Húnavatnssýslu, sunnan úr
Reykjavík og ofan úr Borgarfirði til að fylgja henni síð-
asta spölinn.
Kynning okkar Maríu og samvera var orðin löng, full
70 ár. — Fyrir þann langa tíma er jeg í mikilli þakkar-
skuld við Maríu Steinsdóttur fyrir alt, sem hún var mjer
og mínu fólki. — Með þessum línum færi jeg henni því
hjartans þakkir frá okkur systrunum og dætrum okkar,
konunni sem var okkur svo góð og unni okkur næst sínu
eigin barni.
Síðumúla á jólunum 1959.
Ingibjörg Guðmundsdóttir.