Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 34
32
Hlín
og hefur greitt fjelagsgjöld og gefið á basara fjelagsins árlega,
hvar sem hún hefur alið aldur sinn.
„Hvíta bandið" berst aðallega fyrir bindindishugsjóninni. —
Það er alheimsfjelag, og munu vera starfandi um 600 fjelög víðs-
vegar um heim, eitt með stærstu kvenfjelagasamböndum heims-
ins. — Fjelagsstofnuninni var vel tekið í Reykjavík, og voru um
250 konur í því um aldamótiln. — Aðalviðfangsefnið var bindind-
ið, en íslenska deildin hefur frá fyrstu tíð einnig beitt sjer fyrir
fátækra- og hjúkrunarmálum, og unnið þar þrekvirki.
Með dugnaði og framsýni börðust fjelagskonur fyrir stofnun og
starfrekstri sjúkrahúss í Reykjavík. Var Sigurbjörg Þorláksdóttir,
kennari, þar fremst í flokki. Byrjað var 1932 að byggja sjúkrahús-
ið við Skólavörðustíg. — Fjelagið rak það í 9 ár, en gaf það þá
Reykjavíkurbæ með öllu innihaldi og áhöldum, gegn því að hann
tæki að sjer áhvílandi skuldir, er námu 140 þúsundum króna.
A sextíu og fimm ára afmælinu opnaði fjelagið ljósastofu í
Fornhaga 8, í eigin húsnæði, fyrir börn innan skólaskyldualdurs.
A fjelagið þetta húsnæði ásamt lítilli íbúð, og lagði í það 210
þúsundir króna.
Þann 24. mars 1960 hjelt fjelagið 440. fund sinn. — Ein af
stofnendum fjelagsins er enn á lífi, þegar þetta er ritað: Frú Jó-
hanna Gestsdóttir, Stýrimannastíg 7, Reykjavík.
A fimtíu ára afmælinu gaf fjelagið út mjög vandað afmælisrit.
María Gísladóttir
frá Skáleyjum.
MINNING.
Sunudaginn 9. ágúst 1959 Ijest að Skáleyjum á Breiða-
firði María Gísladóttir, 91 árs að áldri.
Verður þessarar mætu og merku sæmdarkonu lijer að
nokkru getið. María var fædd að Auðshaugi á Hjarðar-
nesi 23. júní 1868. Foreldrar liennar voru Gísli hrepp-
stjóri Einarsson, Guðmundssonar, bróður Eyjólfs Einars-
sonar í Svefneyjum, og Kristín Jónsdóttir Ólafssonar í