Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 94
Erindi
ílutt eftir guðsþjónustu sunnudaginn 26. júlí 1959, þá er
minst var 100 ára afmælis Prestsbakkakirkju á Síðu í
V.-Skaftafellssýslu og nýr skímarfontur var vígður.
H jer við þennan skírnarlont, sem nú hefur verið vígð-
ur með þeirri heilögu athöfn, að ungbörnin eru færð til
skírnar í nafni Guðs, Föðurins, Sonarins og hins Heilaga
anda, ber jeg fram þá bæn, að hingað komi hinar ungu
mæður með börn sín til skírnar í öruggri trú á það, að
fesiis Kristur sje nálægur og taki á móti þeim eins og á
jarðvistardögum sínum, er Hann tók ungbörnin sjer í
lang og blessaði þau.
I>ó að lijer á þessum skírnarfonti sjeu ekki myndir, er
sýna tákn skírnarinnar, eins og víða mun vera á skírnar-
fontum, þá er hjer sett fram hið stærsta tákn trúarinnar,
er við þekkjum til í sögu þessa bygðarlags, sem ætti að
vera okkur öllum heilagt og umhugað um að varðveitist
urn aldir.
Síra Jón Steingrímsson á Kirkjubæjarklaustri og safn-
arfólk hans standa mitt í eldrauninni, og sjá ekki annað
en eldurinn eyði heimilum þeiiTa og bygð. — Neyðin
þrýstir fólkinu til kirkju sinnar til að ákalla Guð sinn. —
Presturinn leiðir hugi þess í miklum trúarhita og lieitri
bæn til Alföðurs að Hann láti þessum hörmunum af
ljetta.
Mikils þætti nú um vert að ræða síra Jóns Steingríms-
sonar hefði geymst í orðurn, en svo er nú ekki, en áhrif
hennar hafa geymst og munu vara enn um aidir. — Vegs-
ummerkin, þar sem hraunið stöðvaðist hina eltirminni-
legu stund, sýna merkin. Þar hafa steinarnir talað.
Orð geta fundist fátækleg og barnaleg, en þar sem trú-
in býr að baki, ná þau til Hans, sem öllu jarðnesku afli