Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 93
Hlin
91
Eftir að hafa fengið þennan dúnhitara, get jeg af eigin
reynslu faiið að gefa þessum dúnlneinsunarvjelum Bald-
vins þá einkunn, að þær sjeu svo ótrúlega góð verkfæri,
sem engan hefði dieymt um að gæti komið á sjónarsviðið
til notkunar á þessari allra fallegustu vöi'u, sem maður
hefur með höndum, æðardúninum.
Baldvini hef jeg sagt það, sem jeg var áður búinn að
segja honum, að „Dúnu“ (Hreinsunarvjelin heitir Dúna)
hefur farið fiam um helming síðan „Baldvina“ kom. Jeg
kalla hitarann það, og var hún þó ærið góð áður. Mjer
þykir vænt um „Dúnu“, samt held jeg, að ef einhver gæti
heimtað af mjer annað tækið, þá 1 jeti jeg „Dúnu“ heldur,
og kiafsaði upp á gamla mátann með höndunum á grind.
Mjer jrykir mjög ti'úlegt, þegar báðar þessar vjelar
verða komnar víða, J>á Jari dúnframleiðendur að hugsa
meira um meðferð og ræktun á æðarvaxpinu, Jxví stór-
hrakaði Ixjer á Bxeiðafirði frostaveturinn 1918, en óx svo
aftur, þar til síðustu ár, býst jeg við að það geri ekki
meira en að standa í stað, Jxví svartbakurinn hefur stór-
aukist.
Það veið jeg að segja, að það er leiðinlegt að þurfa að
vera að skíta út jafn myndarlegan og duglegan fugl og
svartbakurinn er, en eitt af tvennu verður að ske, að stór-
fækka honum eða æðarvarpið verður búið að vera, inn-
an tíðar.
Þá er nú ein sendingin til komin hingað, minkurinn,
en ekki held jeg að hann sje kominn til að rækta æðar-
varip, hann bara klippir hausinn af kollunum, sem slopp-
ið hafa á unga aldri undan svartbaknum. — Hjer í land-
eyjarvarpinu, og í þeim eyjum eða hólmum, sem hann á
greni í, sets engin kolla upp fyr en Jxau eru unnin, sem
oft gengur treglega.
Þetta fer að verða Jxað langt, þó mörgu væri hægt við að
bæta, svo jeg vei'ð að láta hjer staðar nuinið! Verði ykkur
að góðu öllum, sem endist til að lesa.
Skarði, 26. desember 1959.