Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 54
52
Hlin
að Viðvík, var staddur á heimili foreldra minna, barst
tal móður minnar og hans að Þóreyju sálugu.
„Hrin var lærisveinn Jesú Krists hjer á jörðu." Þannig
fórust prestinum orð um Þóreyju, og hygg jeg að þeir er
þektu liana best, mundu taka undir Jressi orð með honum.
Blessuð sje minning hennar!
Anna S. Gunnarsdóttir, Egilsá í Norðurárdal.
Þórey Árnadóttir hlaut hina bestu rnentun, sem kostur
var á, í uppvexti sínum: Fyrst hjá ágætum heimiliskenn-
ara, Guðrúnu Jóelsdóttur, sem ráðin var til að kenna
hinum efnilegu systkinum á Kálfsstöðum í Hjaltadal:
Hólmfríði, sem síðar varð landskunnur kennari og rit-
höfundur, Þóreyju og Árna, sem síðar bjó lengi á Kálfs-
stöðum, yngstur þeirra systkina, og einn eftir lífs. Nú bú-
settur á Akureyri. — Þegar Þórey hafði aldur til, fór hún
í Laugalandsskólann og síðar í Kvennaskóla Reykjavíkur,
Jrá í Kennaradeild Flensborgarskólans, og var skólastjóri
í Firðinum einn vetur, að tilhlutan Jóns Þórarinssonar,
skólastjóra.
Eftir lát móður þeirra systkina gerðist Þórey ráðskona
fyrir búi Árna bróður síns á Kálfsstöðum. — Þar á eftir
varð hún umferðakennari í Hegranesi, og taldi sjer þá
heimili í Ási, en var kaupakona á Hólum í Hjaltadal ár-
ið, sem hún tók banasótt sína (magasár). Þess meins hafði
hún kent árum saman.
Sigurður Sigurðsson, sem var skólastjóri á Hólurn um
þessar mundir, ]jet svo um mælt, að heyskapurinn gengi
stórum betur, Jiegar Þórey væri með í verki. — Oft kom
heimilisfólkið saman í Dómkirkjunni á sunnudögum
með söng og erindi. Þórey hvatti mjög til Jressa samfunda,
og var þar lífið og sálin, því lnin söng og spilaði mætavel.