Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 77
Hlín
75
„Og að hverju starfar þetta fjelag?“
„Það er nú margt,“ svaraði konan, ,,t. d. uppeldismál,
heilbrigðismál, fræðslumál, fæðuöflun, matargerð, já, og
svo verðum við að sjá um skemtanir og tómstundaiðju,
efla jafnvægi sálarlífsins og glæða trúarlífið við lestur,
íhugun og bæn.“
„Það er einkennilegt," sagði fjelagsmálaleiðtoginn, „um
þennan fjelagsskap hef jeg bara aldrei heyrt getið.“
„Það getur meira en verið,“ svaraði konan. „Þetta er
líka aðeíns heimili mitt og fjölskylda, senr hjer er um að
ræða.“
Svipað kemurfram lijá hinum mikla, norska kirkjulega
foringja, Berggrav biskupi, sem margir íslendingar kann-
ast við.
Hann var einu sinni sem oftar beðinn að halda fyrir-
lestur, en þá svaraði hann:
„Nei, því miður get jeg það ekki, jeg hef lofað að vera
heima þetta kvöld.“
Þegar hann sá undrunarsvipinn á spyrjandanum, sem
ekki skildi, hvað um var að vera, sagði biskupinn:
„Já, sjáið ])jer til, jeg mundi aldrei geta verið lieima
hjá mjerog l jölskyldu rninni, ef jeg tæki ekki frá sjerstök
kvöld, sem jeg lileinka heimilinu með hátíðlegu loforði."
Munið að íhuga þessi sjónarmið gagnvart heimili ykk-
ar í öllum önnum, ys og vafstri nútímans.
Það er fagurt og þýðingarmikið, já, heilagt hlutverk,
sem felst í orðunum luisfreyja og húsfaðir.
Kannske eru það þýðingarmestu hlutverkin í hverju
þjóðfjelagi.
Arelíus Níelsson.
Það sem horfir þyngst til móðs,
þjer skal verða mest til góðs.
B. H.