Hlín - 01.01.1960, Blaðsíða 105
Hlin
103
hinnar austíirsku heiðar sjeu seidd fram svo, að engu
verði um bætt.
Fjöllin eru á enda og alt í einu stendur ferðamaðurinn
á „hárri heiðarbrún", hann er kominn út á Burstarfellið
og Hofsárdalur, austastur Vopnafjarðardala þriggja, ligg-
ur fyrir fótum hans, víður, fagur, hlýr. — Svona er þá
Vopnafjörður: Engin utanbræla, aðeins búsældarlegur,
íslenskur dalur inn af firði, mátulega há fjöll beggja
vegna! Og á þeirri stundu minnist ferðamaður þess, að
Vopnafjörður er reyndar sunnar en allir þeir víttrómuðu
dalir Norðurlands, sem stórskáldin hafa kepst við að lof-
syngja!
Það er skolli bratt af Burstarfellinu niður í dal. —
Gárungarnir segja líka, að vegurinn hafi verið lgaður þar,
sem fyráti bílstjórinn álpaðist rammviltur í þoku, áður en
nokkur vegur var kominn! Ekki sel jeg þá sögu dýrara en
jeg keypti liana.
Fyrsti bærinn, sem farið er hjá niðri í Hofsárdal, er
Burstarfell. — Þangað heim hef jeg reyndar aldrei komið.
En af afspurn veit jeg, að þetta er einn merkastur bónda-
bær á Austurlandi — og íslandi: Torfbær með fjölda-
mörgum burstum, þar sem enn er búið, og það með eng-
um kotungsbrag, er mjer sagt. — Þetta er ættaróðal í
fylsta skilningi: Þar kvað sonur hafa tekið við af föður
óslitið í ein 300 ár, að því er mig minnir, og nú býr þar
Metúsalem Metúsalemsson. — Hann hefur sett metnað
sinn í að halda við hinum gömlu bæjarhúsum. Og rómuð
er um alt land gestrisni á Burstarfelli.
Frá Burstarfelli sveigir vegurinn í norður út dalinn. —
Litlu utar er farið skamt neðan við bæ, sem telja má gott
sýnishorn af því hvernig vopnfirskir bændur hafa komið
sjer fyrir: Við heimreiðina af þjóðvegi er glæsilegt hlið
með járngrindum, hvar í eru feldir stórir stafir með nafni
bæjarins: TEIGUR. — Alt er þetta málað og vel við hald-
ið. — Innan girðingar kemur svo stórt tún, og á brekku
efst á því eru bæjarhúsin, fallega staðsett og útihús áföst