Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 4

Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 4
Minnisstæð jól Jtilahugvekja Það er nú svo með blessuð jólin að helst væntum við þess að þau séu eins að ytra formi frá ári til árs. Við borð- um sams konar mat jól eftir jól, hittum sama fólkið, förum alltaf í aftansönginn klukkan sex, berum okkur eins að við að opna pakk- ana og lesum alltaf bók fram á rauða jólanótt. Við erunt venjuföst og íhaldssöm þegar kem- ur að því að halda jól, allt skal vera í föstum skorðum, helst allt eins og það hefur alltaf ver- ið. En þó vitum við að jólahald okkar lýtur ekki alltaf þessum lögmálum. Auðvitað koma jól sem við höldum við nýjar aðstæð- ur og við finnum nýjar leiðir og nýjar hefðir verða til. Þetta ger- ist þegar fólk stofnar heimili og fjölskyldur, þegar fyrsta barn- ið fæðist eða þegar einhver í fjölskyldunni glímir við sjúkdóm eða þegar einhver er farinn og við vitum að hann kemur ekki aft- ur. Eg átti einkar góð og gleðirík jól í mín- um uppvexti. Gleði, friður, kyrrð og traust eru orð sem koma upp í hugann þegar ég minnist þeirra jóla. Þarna var mamma, pabbi og systur mínar, og þótt við systurn- ar gætum alla jafna rifist myndarlega þá voru það óskrifuð lög hátíðarinnar að á jólum rifist maður ekki heldur reyndi þvert á móti að leggja sig fram um að vera elskulegur. Jól á prestsheimili bera áhjákvæmilega merki þess að mamma fer töluvert oft að heiman yfir hátíðarnar til að messa, skíra, gifta eða jafnvel til að vera með þeim sem eiga um sárt að binda vegna ástvinamissis. En jólin eru gleðirík og heilög hjá okkur og okkur hefur skilist að við megum þakka hvert fyrir annað og fyrir allt sem við njótum. Og við megum þakka fyrir að vera tal- in þess verðug að þjóna meðbræðrum okkar á heilagri hátíð. Minnisstæðustu jól sem ég hef lifað eru jólin þegar ég glímdi við erfið veikindi og var lengi frá vinnu af þeim sökum. Ég hafði ekkert að gefa, hvorki efnislega né andlega talað. Ég var tóm, fálát og sorgmædd og hafði áhyggjur af því að börnin mín upplifðu ekki gleði jólanna. En það var eitthvað við þetta ástand sem gerði það að verkum að jólin þetta árið töluðu til mín með alveg nýjum og sérstökum hætti. Ég heyrði betur og skynjaði dýpra hinn raunverulega boðskap jólanna um frið, náð og óend- anlegan kærleika Guðs til mín og allra manna. Jólin komu líka til mín þetta árið, með djúpa gleði og innihaldsríkar jólakveðjur og gjafir frá fólki, stóru og smáu, sem vildi gleðja mig á erfið- um tímum. Og ég fann til innilegs þakklætis til vina minna, fjöl- skyldu og safnaðarfólks fyrir þessi einstöku jól. í fallegum jóla- sálmi sr. Valdimars Briem segir: Jesús, þú ert vort jólaljós, um jólin ljómar þín stjarna. Þér englarnir kveða himneskt hrós, það hljómar og raust Guðs barna. Skammdegismyrkrið skyggir svart, ei skugga sjáum þó tóma. Þú ljósið af hæðum, blítt og bjart, þú ber oss svo fagran ljóma. Helga Soffía Konráösdónir, prestur í Háteigskirkju. Sr. Helga Soffía Konráösdóttir. Háteigskirkja. Valsmenn - bestu Óskip um gleðileg jol og farsælt nýtt ár „_______^ . 1 T ERKFRÆÐISTOFAN HENSON Vatnaskil PrICEWAtERHOUsE0OPERS 4 Valsblaðið 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.