Valsblaðið - 01.05.2008, Side 15

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 15
Fúsi í skólaheimsókn í Valshverjinu aö kynna handbolta fyrir krökkum. Þessar heimsóknir skiluðu auknumfjölda á œfingar. Hverjar eru þínar sterkustu minning- ar af uppvaxtarárunum í Val? „Laugarvatnsferðir með Magga heitn- um Blöndal (Innskot blm. Magnús Blön- dal þjálfaði yngri flokka Vals í hand- knattleik um árabil og lést langt um aldur fram árið 1990). Flestar mínar minning- ar frá fyrstu árunum í Val tengjast Magga á einn eða annan hátt. Hans karakter; líf- legur og glaður þrátt fyrir að halda uppi aga. Hann var meira eins og stóri bróðir okkar en þjálfari. Hélt pulsupartí og því- umlíkt. Það er af mörgu að taka úr yngri flokkunum og það tengist flest Magga.“ Hvað hefur breyst í félaginu síðan þú fórst? „Öll aðstaða hefur gjörbreyst. Orðin meira fagmannleg umgjörð og öll sam- vinna milli deilda hefur aukist og batnað. Mér finnst hins vegar vanta aðeins upp á þann anda sem ég þekki. Að vera tilbúinn til að deyja fyrir næsta mann og félagið. Það er kannski afleiðing af því róti sem hefur verið á síðustu árum með heima- völlinn. Það hefur vantað rætur. Það er bara okkar gömlu mannanna að innleiða þetta aftur, þetta „killer instinct.“ Gott að þú minnist á aldurinn, ertu Iátinn finna fyrir því að vera elsti mað- ur liðsins? „Nei, það þorir því enginn! Ég læt finna fyrir mér á æfingum og slepp mest við leiðinda glósur vegna aldursins. Sný þeim fáu skotum sem koma yfirleitt til- baka á þá sem skjóta þeim. Það bjarg- ar líklega miklu að ég er líka stærstur og frekastur.“ Margt hægt að laga Fúsi fór fyrir skömmu í stóra hnéað- gerð þar sem reynt var að laga miklar skemmdir á brjóskinu í hné hans, aðgerð sem hefur kostað marga íþróttamenn fer- ilinn. I ljósi þess og þeirrar staðreyndar að hann nálgast hærri aldursmörk hand- boltamanna hlýtur Fúsi að hafa leitt hug- ann að framtíðinni í boltanum. „Já, ég hef gert það mikið! Ég hef ver- ið að afla mér upplýsinga í gegnum tíð- ina. Safnað æfingum, sérstaklega frá Alfreð Gíslasyni og þjálfaranum mín- um á Spáni til að búa mig undir það að þjálfa. Svo hef ég einbeitt mér talsvert að málum yngri flokkanna hér. Mér finnst vera alltof mikil áhersla á sigur á kostn- að þess að læra íþróttina og njóta henn- ar og félagsskaparins. Hitt kemur seinna. Ég hef verið að vinna að námskrá fyrir hvern flokk fyrir sig og svo er ég hrifinn af þeim aðferðum sem hefur verið beitt í körfunni héma heima. Þar fá lið í yngri flokkum aukastig ef allir leikmenn taka þátt í leiknum. Það heldur krökkum leng- ur í sportinu og ætti að gefa fleiri sterka menn síöar því margir blómstra ekki fyrir en komið er fram í menntaskóla og ekki margir hanga í þessu endalaust ef þeir fá aldrei að vera neitt með. Mig langar að sinna þessu betur en fyrst ætla ég að sjá til hvemig fer með hnéð á mér. Ég geri það sem ég get en náttúran á síðasta orð- ið.“ Eitthvert síðasta orð frá Fúsa? „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofur- liði. Ég veit að þetta er klisja en þetta á alltaf vel við og kannski sérstaklega á þessum tímum sem við lifum núna. Ég fylgdi þessu ekki alltaf sjálfur sem krakki en hefði sennilega betur gert það.“ Með þessum orðum Sr. Friðriks, höktir Fúsi á hækjunum út í hauströkkrið með sitt kunnuglega glott á andlitinu. Þó að skrokkurinn sé farinn að láta á sjá eft- ir árin er andinn sterkari en nokkm sinni fyrr og undri niðri glittir ennþá í mark- manninn í rauða Létt&Laggott gallanum. Valsblaðið 2008 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.