Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 26

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 26
þurfum að fá margs konar fólk til sjálf- boðastarfa sem ekki er eingöngu kom- ið til að safna peningum í rekstur. Við höfum glæsilega aðstöðu, gott starfsum- hverfi og fjölbreytt verkefni sem áhuga- vert er fyrir fólk að takast á við ef það á annað borð hefur áhuga á félagsstörfum. Það sem gefur áhugamannstarfi eða sjálf- boðaliðastarfi gildi er samvera og sam- starf við gott fólk. Að sjá afrakstur þeirr- ar vinnu sem lögð er í starfið gefur svo ótrúlega mikið til baka. f starfinu hér að Hlíðarenda í gegnum árin hef ég kynnst og unnið með mörgu góðu og hæfu fólki sem síðan hefur leitt til langrar vináttu," segir Hörður og leggur áherslu á orð sín. Stefna felagsins og framtíðansýn „Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir hönd Vals. Ég vil að við tökum forystu á fleiri sviðum en afrekssviði íþrótta þó það markmið verði alltaf eitt af meginstoð- unum í starfi félagsins. Við megum ekki gleyma því að til okkar eru gerðar miklar kröfur af hálfu iðkenda, foreldra, félags- manna og alls samfélagsins. Því verður að tryggja að á hverjum tíma hafi félagið á að skipa vel menntuðum og hæfum þjálfurum sem gera sér vel grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hvflir á herðum þeirra. Að taka þátt í að ala upp og móta holl og jákvæð lífsgildi barna og ung- linga er eitt af mikilvægustu hlutverkum góðs þjálfara. Við verðum að standa und- ir trausti foreldra og samfélagsins hvað þetta varðar. Tengt þessu má nefna að nú á haustdögum höfðum við samband við Lýðheilsustöð varðandi framboð á sölu- varningi í sjoppunni. Auðvitað á versl- un í íþróttahúsi fyrst og fremst að bjóða upp á hollt fæði og draga eins og kostur er úr framboði á gosi og sælgæti," seg- ir Hörður. Forvarnargildi íþrótta Hörður segir að ýmsar rannsóknir sýni að virk þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sé ein af bestu forvöm- um sem völ er á, krakkar sem eru í skipu- lögðu íþróttastarfi leiðist síður af réttri braut en aðrir, gangi betur í námi o.s.frv. „Við þurfum að taka höndum saman við skólana á félagssvæði okkar og hvetja sem flesta krakka til að koma til okkar. Við þurfum líka að skoða umgjörðina hjá okkur, t.d. í tengslum við leiki. Við get- um ekki vikið frá forvarnargildum og við höfum ákveðna fjármuni frá samfélaginu til að sinna þessum málum og við þurf- um að vera samkvæm sjálfum okkur og megum engan afslátt gefa, “ segir Hörð- ur ákveðinn. íþpóttastapf fypip fleiri en afreksmenn „Það væri mjög áhugavert að við reynd- um að halda úti íþróttastarfi fyrir þá unglinga sem ekki velja að fara áfram í keppnisíþróttir. Það er stór hópur sem dettur út á ári hverju á viðkvæmum aldri þar sem ungmennin sjá sig ekki sem keppnismenn framtíðarinnar. Við í okkar hverfi verðum einnig að horfa til þeirra barna og unglinga sem koma frá eða eiga rætur í ólikum menningarsamfélögum og hafa því mismunandi þarfir. Það er mjög nauðsynlegt að verjast brotthvarfi krakka úr íþróttum eins lengi og mögulegt er. í staðinn fáum við góða félagsmenn sem oftar en ekki finna sér stað í almennu starfi félagsins. Einnig verðum við að halda áfram á þeirri braut að gera báð- um kynjum jafn hátt undir höfði og jafna stöðu kynjanna til íþróttaiðkunar. Það er gleðiefni að sjá hvað kynjahlutfall iðk- enda er jafnt hjá Val,“ segir Hörður. Hann bindur miklar vonir við að Ragn- hildur Skúladóttir yfirmaður bama- og unglingasviðs nái að breyta áherslum í starfinu að því leyti að finna öllum iðk- endum viðfangsefni við hæfi og vinna gegn brottfalli úr íþróttum. Þar telur hann að félagið hafi ákveðnum samfélags- skyldum að gegna og það sé alveg ljóst að ekki stefna allir á að verða afreksmenn og til þess eru margvíslegar ástæður. „Ég vil að á ákveðnu aldursbili þá tvískiptum við hópnum og bjóðum þeim sem ekki stefna á afreksárangur upp á að halda áfram að æfa hjá félaginu og taka þátt í félagslegum verkefnum. Hinir fara hefð- bundna leið keppnisíþrótta. Með slíkum aðgerðum myndum við tefja brotthvarf úr íþróttum sem ég tel mikilvægt markmið. Einnig hef ég trú á því að upp úr slíku starfi komi góðir og gildir félagsmenn eins og úr keppnisíþróttunum. Þeir sem eru í stjórnunarstörfum eða sjálfboðalið- ar hjá félaginu eru ekki endilega gaml- ir afreksmenn. Um þessa þætti hafa farið fram umræður innan félagsins og ég tel að ekki sé eftir neinu að bíða að búa til þessar tvær leiðir fyrir unglinga frá ferm- ingaraldri, það er einfaldlega næsta skref að hrinda þessu í framkvæmd hjá okk- ur. Bjóða þarf upp á mismunandi fjölda æfinga og álag og leggja meiri áherslu á félagsstarf og skemmtanagildi íþrótta í stað þess að hætta alveg að leggja stund á íþróttir eða stefna á afreksárangur. Svona aðgerð er jafnframt mikilvægt forvarnar- starf en mér finnst sorglegt að sjá á eftir góðum Valsmönnum á unglingsárunum,“ segir Hörður. Betri tengsl Vals við gpenndapsamfélagið Valur þarf að tengjast betur sínu grennd- arsamfélagi að mati Harðar en oft er tal- að um að félagið sé ekki hverfisfélag í hefðbundnum skilningi. Samstarf við íbúasamtök sé lítið sem ekkert og því þurfi að breyta öllum til hagsbóta. Opna þurfi félagið fyrir öllum íbúum svæðis- ins svo hver og einn geti sótt Hliðarenda heim á sínum forsendum, allt frá böm- um til eldri borgara. „Valur þarf því að hafa á að skipa fagfólki sem getur unnið með ólíka hópa að ólíkum markmiðum. Það er ýmislegt enn eftir óunnið við að tengja saman skóladag barna og unglinga og íþróttaiðkun. Markmiðið er að vinnu- dagur barnanna okkar verði heildstæður og uppbyggilegt starf í félagi eins og Val verði hluti af daglegu lífi barnanna. Virkari og fleiri stuðningsmenn „Margir stuðningsmenn eru mjög dugleg- ir að leggja sitt af mörkum hjá félaginu en það má ekki misbjóða þeim, því miður kemur það fyrir að þeir sem em tilbúnir að leggja sitt að mörkum fá nóg og gef- ast upp og láta ekki sjá sig nærri Hlíðar- enda næstu árin. Okkur vantar fleira fólk til að tryggja sem bestan undirbúning og framkvæmd viðburða og kappleikja. Við verðum að fjölga virkum stuðningsmönn- um og þar er mikilvægt að ná sem bestri tengingu við hverfið okkar. Við þurfum líka að virkja fleiri en foreldra, það geta allir fundið sér störf innan félagsins þótt þeir eigi ekki böm sem iðkendur, t.d. hef ég lengstum tekið þátt í félagsstarfi hjá Val af áhuga.Við höfum því miður náð of lítilli tengingu við hverfið þar sem búa hátt í 20 þúsund manns, t.d. höfum við nánast engin tengsl við hverfafélag- ið en aukin tengsl við skólana í hverf- inu eru jákvæð. Félögin í hverfinu eiga að geta sótt styrk sinn til okkar og við til þeirra og best væri að samnýta kraftana sem mest. Mér finnst því miður að ekki hafi náðst nægilega góð tenging við önn- ur félagasamtök, t.d. var aðkoma Vals í haust að kynningu á starfsemi í hverfinu ákaflega lítil, en í samanburði er aðkoma 26 Valsblaðið 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.