Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 27

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 27
Hörður með syni sínum Gunnari, leikmanni meistaraflokks Vals í handbolta, og eigin- konu, Fannýju Gunnarsdóttur. hefðbundinna hverfisfélaga í sambæri- legum verkefnum mjög sýnilegt. Að auki er starfi íþróttafélaga í hverfum eins og Grafarvogi, Árbæ og Vesturbæ gefinn mikill gaumur í hverfisblöðum sem gef- in eru út að staðaldri. Hér þurfum við að bæta okkur með auknu samstarfi, endur vakningu Valsdagsins o.fl.,“ segir Hörð- ur ákveðið. Þurfum að hvetja iðkendur til að mæta á heimaleiki „Mér finnst mikilvægast að fjölga iðk- endum á heimaleikjum en því mið- ur eru þeir almennt ekki nægilega virkir í að mæta og styðja við meistaraflokk- ana okkar. Mér finnst að þjálfarar eigi að leggja mikla áherslu á að krakkar mæti á leiki og atburði hér á Hlíðarenda, ekki síst á stærri viðburði. Þannig þurf- um við að sá í grasrótina frá fyrstu tíð og venja ungviðið við að mæta og einn- ig hvetja foreldra til að mæta og eiga ýmsar samverustundir með börnum sín- um hér að Hlíðarenda. Við þurfum á öll- um að halda. Við erum því miður ekki með nægilega marga virka félagsmenn en við þurfum líka að sinna þeim betur. Almennir félagsmenn þurfa að hafa ein- hverja ánægju af því að sækja í starfið. Það er okkar verkefni í náinni framtíð.“ Draumur um heilsuleikskóla að Hlíðarenda „Ég hef í nokkur ár látið mig dreyma um að á Hlíðarenda verði settur á stofn heilsuleikskóli, þ.e. leikskóli fyrir börn með hreyfingu og hollt mataræði sem megin þema. Hreyfingarleysi barna er vaxandi vandamál og það væri spenn- andi tilraun ef við gætum ein og sér eða í samvinnu við fagaðila sett slíkan skóla á stofn fyrst íþróttafélaga hér á landi. Það væri gaman að sjá unga og spræka krakka taka sín fyrstu skref hér á Hlíðar- enda, “ segir Hörður. Félagsmiðstöð fyrir hverfíð „Helst þyrftum við að geta opnað aðstöðu hér að Hlíðarenda fyrir böm og ungmenni, þar sem þau gætu verið í frítíma sínum í uppbyggilegu starfí, við höfum orðið full- komna aðstöðu til að taka á móti hópum bæði bömum, unglingum og fullorðnum. Við höfum lagt fram þá ósk við Reykja- víkurborg að við fáum að endurreisa félagsmiðstöð fyrir hverfíð hér að Hlíðar- enda og ég tel raunhæft að það verði að veruleika fljótlega og gæti það skipt miklu máli til að fá aukið líf á svæðið.“ Samstarf við Háskólann í Reykjavík „Á komandi ámm verður væntanlega mikil uppbygging í Vatnsmýrinni, m.a. með tilkomu Háskólans í Reykjavík. Margir möguleikar em í öflugu samstarfi við slíka menntastofnun ekki síst vegna sérstakrar áherslu HR á lýðheilsu. Sam- starfíð gæti því bæði verið á faglegum gmnni sem og samnýting á íþróttamann- virkjum og húsnæði Vals,“ segir Hörður fullur bjartsýni. Valur verði eitt af , . fyrirmyndarfélögum ISI „Fyrir nokkru síðan ákvað aðalstjóm að undirbúa umsókn til ÍSÍ þess efnis að Valur yrði fyrirmyndarfélag, skv. þeim viðmiðunum sem ÍSÍ hefur sett fram. Slík viðurkenning er nokkurs konar gæðastimpill á starfseminni og félag eins og Valur á að sækja um slíka viðurkenn- ingu. Ég er viss um að fljótlega verður unnið að því að fá slíka gæðavottun frá ÍSÍ í öllum deildum og ég tel að slík vott- un eigi að geta verið gagnleg til að bæta umgjörð starfsins hjá okkur." Minning og arfur sr. Friðriks Friðriks- sonar Herði finnst gríðarlega mikilvægt að halda á lofti gildum félagsins sem m.a. em komin frá sr. Friðriki og honum finnst ánægjulegt að félagið skuli halda nafni og minningu hans á lofti. „Okkur veitir ekki af að rækta þessi góðu gildi. Mikilvægt er að leggja áherslu á sam- heldni, liðsanda, hagsmuni heildarinnar, heiðarlegan leik og að láta kappið aldrei bera fegurðina ofurliði. Þessi gildi eiga að skína í gegnum starfið,“ segir Hörður. Gildi Valsblaðsins „Valsblaðið hefur ómetanlegt gildi fyrir félagið og eftir því sem tíminn líður þá er einstakt hversu félagið hefur varðveitt vel sögu sína í gegnum tíðina. Ég tel að félagið eigi áfram að skrá söguna með þessum hætti, þrátt fyrir aukið aðgengi að upplýsingum á netinu. Ég er mjög stoltur af þessari hefð Vals og ég veit ekki til þess að önnur félög hafi gert það með sambærilegum hætti. Þetta bind- ur okkur saman. Síðan verðum við að fá gott sögurit á 100 ára afmæli félags- ins 2011.“ 100 titlar í hús á 100 ára afmælinu 2011 „Á afrekssviðinu á ég þá ósk heitasta að Valur verði búinn að fagna 100. íslands- meistara- og bikarmeistaratitli sín- um í meistaraflokkum á 100 ára afmæli félagsins árið 2011. í dag er Valur sigur- sælasta félag landsins ásamt KR með 95 titla í hefðbundnu boltagreinunum fót- bolta, körfubolta og handbolta, þannig að þetta markmið er ekkert óraunhæft," seg- ir Hörður og glottir. Það er ljóst að Hörður Gunnarsson lætur sig mjög varða starfið hjá Val og ber hag félagsins og framtíð mjög fyrir brjósti og það er ómetanlegt að eiga slíkan atorku- mann sem ver stórum hluta af frítíma sínum í þágu félagsins. Valsblaðið 2008 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.