Valsblaðið - 01.05.2008, Qupperneq 29

Valsblaðið - 01.05.2008, Qupperneq 29
Af spjöldum sögunnar Knattspyrnufélagið Valur, IV. flokkur 1951. Efri röð frá vinstri: Páll Guðnason ung- lingaleiðtogi, Guðmundur Asmundsson, Steinþór Arnason, Þórir S. Guðbergsson fyrir- liði, Þórður Úlfarsson, Andrés Kristmundsson og Benedikt Sveinsson. Neðri röð frá vinstri: Geir V. Svavarsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Björgvin Hermannsson, Elías Hergeirsson og Olafur Asmundsson. seinir, Bóbó. Hlaupum eins hratt og við getum." Með töskurnar dinglandi við hlið okkar og dúndrandi hjartslátt spurði Þórður hvar íþróttahúsið væri. Stelpurn- ar buðust til að hlaupa með okkur stystu leiðina. Við hlupum eins og við áttum líf- ið að leysa. A mettíma náðum við móð- ir og másandi vinum okkar sem voru að klifra upp á vörubílspall sem átti að flytja þá inn á Langasand þar sem leik- urinn átti að fara fram í fjörunni. Farar- stjórinn var að undirbúa leit að okkur en andaði léttar þegar hann tók á móti okk- ur þar sem við gengum upp og niður af mæði. Hann var mjög alvarlegur á svip þegar hann skipaði okkur að hendast inn hús og klæða okkur í snatri. Hann hafði valið varamenn í okkar stað og stóðu þeir á pallinum þegar við klifruðum hálf skömmustulegir upp á pallinn. Þeir urðu eðlilega fyrir vonbrigðum þar sem þeir hlökkuðu til að reyna sig með liðinu. Fyrir okkar Dodda hönd bað fararstjór- inn strákana fyrirgefningar og bað þá um að vera í búningunum þar sem vel gæti verið að þeim yrði skipt inn á. í hálfleik skipti hann svo um tvo leikmenn og gaf þessum vinum okkar tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó. Mér fannst það einstök reynsla að leika á fjöruvellinum á Langasandi, þétt- um sandi sem var örlítið blautur eftir rigningar og sjávaragang. Okkur reyndist hann frekar þungur enda allir óvanir að leika fótbolta í fjöru, en Skagastrákarnir hlupu þarna léttfættir og öryggir eins og fjallageitur og reyndu að nýta sér örygg- isleysi okkar í upphafi leiks. Oft skotr- aði ég augunum á öldurnar sem gjálfruðu í flæðarmálinu. Ég gleymdi mér einstaka sinnum í draumheimum þangað til ein- hver samherja minna kallaði til mín og vakti mig skyndilega. Nú var um að gera að einbeita sér. Örlítið hafði hvesst svo að við áttum fullt í fangi með að hemja boltann innan vallarins. Oft fauk hann út á sjó og voru Akumesingar þá tilbúnir með aðra bolta til skiptana. Rétt fyr- ir hálfleik var ég kominn einn inn fyr- ir vöm Akurnesinga með boltann og virt- ist eiga dauðafæri með markspyrnu, en steytti hægri fótinn á harðri sandnibbu og steyptist áfram beint í sandinn. Til allrar hamingju björguðu fimleikarnir mér. Ég fór tvær stórar kollveltur í mjúkum sand- inum og tókst að standa á fætur og gefa knöttinn til samherja sem skaut að marki en án árangurs að þessu sinni. Sjávarniður, máfagarg, óvenju harð- ur sandvöllurinn og allt umhverfið skap- aði einhvem ævintýrablæ í fjömnni sem gleymist seint. Man ég rétt vom þeir Jón Leós, Högni, Steindór, Þorbergur og fleiri knáir Skagastrákar sem ég hafði ver- ið með í Vatnaskógi ólmir og óþreytandi á heimavelli. Við einn góðan sóknarleik okkar gekk okkur óvenju vel og vomm komnir nálægt vítateig Skagastrákanna. Vinstri kantmaður okkar missti af bolt- anum sem rúllaði hratt, út í sjó og undan vindi. Svo ákafur var Valsmað- urinn að hann óð hiklaust á eftir boltanum út í öldur Atlantshafs- ins og bámmar skullu á líkama hans þegar hann tók boltann úr sjónum og henti honum í land. Hann spýtti og hrækti sjó og salti í gríð og erg þegar öldurn- ar skullu á honum. Hann stein- gleymdi að í landi voru margir þurrir boltar. Leikurinn á Akranesi varð spennandi og eftirminnilegur. Um tíma leit út að Valur sigraði 2:1, en óþrjótandi leikgleði, ákafi og elja Skagastráka hjálpuðu þeim til að skora á síðustu stundu og endaði þessi leik- ur með jafntefli. Mér er það minnisstætt hvað mér brá í fyrstu skiptin sem bolt- arnir fuku út á sjó og bárurnar teygðu sig í þá og köstuðu þeim léttilega á milli sín eins og snjallir knattspyrnumenn á leið til hafs allt eftir vindáttinni. Vinir okkar, Skagastrákamir, létu sér þetta í léttu rúmi liggja. Þeir höfðu miklu meiri áhyggjur af pöbbum, frændum og vinum sem stunduðu sjóinn og börðust á hverri vertíð við lífshættulegar brimöldur sem höfðu tekið margan góðan Skaga- manninn og skilið eftir fjölskyldur í sorg og erfíðleikum. Hvað var einn bolti í samanburði við líf sem tapaðist og tengd- ist stórri fjölskyldu, vinum, vandamönn- um, samfélagi, heilu þorpi? Þær vom margar sögurnar sem öldurnar skrifuðu í sandinn í fjömnni þar sem við sprettum úr spori þennan dag leikandi og lífsglað- ir drengir. Þær sögur voru um hetjulega baráttu, um sigra og ósigra og margar kunnar dáðríkum drengjum sem við sam- einuðumst í leiknum. Við kepptumst all- ir við að ná fullri einbeitingu. A þessari stundu var fótboltinn okkar fag. Mótherj- ar okkar vom vinir okkar og samherjar í lífinu. Leikurinn kenndi okkur alvöru lífsins og vináttu í raun. Laxfoss með Akrafjall í baksýn. Valsblaðið 2008 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.