Valsblaðið - 01.05.2008, Page 31

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 31
ir því að það væri aldrei og seint að æfa upp tækni. Sjálf lærði ég svo öll trixin á spólunni. Ég fullyrði að ég hefði aldrei spilað meistaraflokksleik og aldrei far- ið að þjálfa ef ég hefði ekki fengið þessa spólu. Pabbi vildi endilega halda mér áfram í fótbolta. Þegar ég náð mér af fót- brotinu, stillti ég sjónvarpinu þannig upp að ég gæti horft á spóluna úr garðinum þar sem ég gerði æfingarnar hverja á eft- ir annarri. í kjölfar þess ákvað ég að fara að þjálfa og ég tróð mér eiginlega í það að verða aðstoðarþjálfari hjá Val. Frá og með þeim degi hefur mér alltaf verið hrósað fyrir að vera góður tækniþjálfari.“ - Er það kannski gömlu, góðu spól- unni að þakka að þið Margrét Lára haf- ið nú gefið út DVD diskinn með öllum tœkniœfingunum? „KSI spólan er okkar fyrirmynd. Disk- urinn okkar er styttri og farið er í færri atriði en það skemmtilega er að Hemmi Gunnar talar inn á diskinn eins og hann gerði á KSÍ spólunni.“ Elísabet útskrifaðist frá íþróttakenn- araháskólanum á Laugarvatni árið 1999 og er með UEFA próf í þjálfun. Þar með hefur hún lokið öllu námi sem hægt er hér á landi hvað varðar knattspyrnuþjálf- un. Hún bíður eftir því að fá að taka ann- að UEFA próf en hvað ætli hún geti lært nýtt af því, í ljósi allrar hennar reynslu? „Það sem mér finnst ég læra mest á þessum námskeiðum er að vera með öðru fólki, hlusta á það og taka þátt í umræðum, ekki síst meðal þeirra sem búa yfir mikilli reynslu. Ég á mjög auð- velt með að tengjast fólki og læri sífellt af öðrum. Þess fyrir utan eru vitanlega margir góðir fyrirlestrar á flestum nám- skeiðum. Samböndin sem ég hef öðlast og samtölin við aðra gefa mér þó mest.“ - Nú ertu á ákveðnum tímamótum, að segja skilið við stelpur sem þú hefur ver- ið meira og minna með í rúman áratug. Er það erfitt? „Já, ég hef verið lengst með Dóru Maríu Lárusdóttur, í þrettán ár. Hún hef- ur verið með annan þjálfara í tvö ár á sínum ferli. Þetta hefur verið langur og góður tími en það var kominn tími á breytingar, sérstaklega fyrir leikmenn- ina. Ég get alveg viðurkennt að ég fann fyrir smá þreytu af beggja hálfu í sum- ar. Mér fannst reyndar komið að þess- um tímapunkti í fyrra og var þá að hugsa um að stíga út. Mér þótti erfitt að fara frá liðinu á þeim tímapunkti því það er erf- itt að finna þjálfara í kvennaboltanum sem starfa af lífi og sál. Ég fann Frey hjá Leikni Breiðholti þar sem hann var að spila með Leikni og þjálfa kvennaboltann samhliða. Ég sá nokkra leiki með Frey og hef sjaldan séð mann spila af jafn mikilli ástríðu fótbolta. Ég hef stundum feng- ið þjálfara til Vals sem ég skynja að hafa þessa ástríðu, eftir að hafa horft á margar æfingar með þeirn. Freyr stýrði 4. flokki Vals í tvö ár áður en ég fékk hann til liðs við meistaraflokkinn. Freyr er frábær, algjör eðalmaður í þetta starf. Mér þótti rétt að hann stýrði liðinu til jafns við mig síðastliðið sumar og gátu eflaust allir les- ið hvers vegna ég gerði það. Samstarf okkar gekk fullkomlega. Það er því frá- bær tímapunktur fyrir hann að taka við núna.“ - Hvernig er tilfinningin að kveðja Val og taka við Kristinstad í Svíþjóð? „Þetta er skrýtin tilfinning og að vissu leyti endir á ákveðnu skeiði. Ég hef nán- ast leitt nokkra leikmenn í rúman áratug í gegnum yngri flokkana og upp í meist- araflokk. Og þar fyrir utan höfum við náð öllum okkar markmiðum. Þegar ég kem aftur í Val verða án efa breyttar aðstæður, ný sjónarmið og örugglega jafn spenn- andi að koma til baka eins og að þakka fyrir sig núna. Það er sumpart skrýtið að þessu tímabili sé lokið.“ - Margar stelpna þinna eru lykilmenn í landsliðið sem hefur tryggt sér sœti í úrslitakeppni EM nœsta sumar. Er hœgt aðfara fram á meira? „Ég er vitanlega sátt við mitt hlut- skipti þegar á heildina er litið. í hverjum árgangi þykir gott ef tveir leikmenn skila sér upp í meistaraflokk og það hefur tek- ist í mínu tilfelli. Þrjár stelpur úr þeim þremur árgöngum sem ég þjálfaði mest í yngri flokkunum hafa ekki bara skilað sér í meistaraflokk heldur líka í A lands- liðið. Uppskriftin getur því varla verið betri.“ - Hvernig er Kristianstad í saman- burði við Val? „Ég get ekki svarað þessu því ég flyt ekki út fyrr en um áramótin. Miðað við fyrstu sýn felst munurinn fyrst og fremst í því að Kristianstad er bara kvennalið Islandsmeistarar kvenna í knatt- spyrnu 2008, fjórði titill á jhnm árum. rw wL W Valsblaðið 2008 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.