Valsblaðið - 01.05.2008, Page 52

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 52
eftir Þorgrím Þráinsson - Er erfiöara að verja íslandsmeist- aratitilinn en halda honum? „Einhverra hluta vegna er maður aðeins betur stemmdur þegar maður spil- ar við íslandsmeistara. Mér fannst við brotna stundum við það að vera tekn- ir fast. Á heildina litið vorum við of pas- sívir og menn virtust ekki hafa hugrekki til að taka af skarið. Við vorum að gera fína hluti á æfingum en í leikjum vor- um við að senda mikið af löngum bolt- um og vissulega áttum við nokkra góða kafla.Að mínu mati var okkar besti leik- ur spilalega séð útileikurinn við Grinda- vík en í mörgum leikjum litum við hrika- lega illa út. Báðir leikirnir við HK voru skelfilegir og okkur til skammar. Við átt- um að sýna yfirburði en vorum hreinlega lakari aðilinn." - Var ekki blóðtaka að missa Pálma Rafn og Birki Má,fyrir utan þá sem voru meiddir? „Auðvitað var mikill missir í þeim en það er ekki afsökun fyrir spilamennsku okkur. Við vorum með það stóran og breiðan hóp að menn áttu að geta fyllt í skörð þeirra. Við áttum líka nokkra slaka leiki með Pálma Rafn og Birki Má inn- anborðs.“ - Er ekki eðlilegt að gera þœr kröfur til leikmanna í efstu deild að þeir spili 20 leiki af 22 frábœrlega? „Það er rosalega erfitt að eiga góða leiki þegar flestir leikmenn leika undir getu. Ég þekki það frá því ég spilaði með Silkeborg þar sem við töpuðum 80% leikjanna. Það er erfitt að vera eini aðil- inn í liðinu sem spilar 80% leikjanna vel, eða reyna það. Það er alla vega mjög erf- itt.“ u"ii víii neist sparka í mig fyrlp lelki! Bjarni Olafur Eiríksson svarar fyrir um Irekar dapurl gengl karlaliðs Vals í sumar en hann segir að liðið komi tvíeflt til leiks sumarið 2009 Bjarni Ólafur Eiríksson hefur haldið uppi heiðri Vals hvað landsliðið varð- ar á árinu. Reyndar hafa Kjartan Sturlu- son, Atli Sveinn, Birkir Már, Baldur Aðalsteins, Helgi Sig og Pálmi Rafn líka komið við sögu og auðvitað munu ungu mennirnir slá í gegn fyrir íslands hönd á næstu árum. Bjarni Ólafur er fyrirmyndaríþrótta- maður, flottur, samviskusamur, æfir mik- ið og leggur mikinn metnað í knattspyrn- una. Hann er yngri Valsmönnum góð fyrirmynd. Þrátt fyrir alla þessi kosti spil- aði Valur undir væntingum í sumar og er því vel við hæfi að hlera kappann hvað hafi farið úrskeiðis. Bjarni Ólafur er í sambúð með Berg- lindi Hansdóttur markvarði Vals og íslenska landsliðsins í handbolta en hún hefur verið að spila mjög vel upp á síð- kastið." - Ertu sáttur við Val síðastliðið sum- ar? „Langt því frá. Ég er í raun mjög ósátt- ur. Það er margt sem hefði mátt fara bet- ur. Spilamennska liðsins olli mér miklum vonbrigðum og árangurinn var eftir því. Mér fannst við ekki ná að yfirfæra það sem við vorum að gera á æfingum inn í leikina. Við æfðum mjög vel og mark- visst og standardinn var hár en þegar í leikina var komið vorum við alls ekki að spila nægilega góðan fótbolta. Við vorum daprir. Ég vil ekki draga neinn til ábyrgð- ar nema okkur sjálfa. Ástæða þessa dapra gengis er samspil margra þátta.“ 52 Valsblaðið 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.