Valsblaðið - 01.05.2008, Page 67

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 67
Barna- og unglingastarf „Huernig nenniði þessu? Fopeldpar á fanaldsfæti í tengslum við íþpóttaiðkun barna sinna Magnús liöstjóri 6. fl. stráka á Shellmóti í Eyjum sumarið 2008. 1 i 1 iís'* 13 -nr*^** Það eru orðnar ófáar þessar helgar og heilu vikurnar sem við fjölskyldan erum búin að fara saman á íþróttamót með okkar ungu og áhugasömu Völsurum. Það eru þrjú börn í fjölskyldunni og þar af tveir strákar sem eru afar virkir bæði í handbolta og fótbolta hjá Val. Auk þess erum við með eina frábæra stelpu en áhugasvið hennar liggur annars stað- ar þar sem hún er bæði í ballet og syng- ur í kór. Þar er lítið um ferðalög en auð- vitað stekkur maður á þau tækifæri sem gefast til að taka líka þátt í því starfi. Það eru tvö ár á milli strákanna svo þeir eru aldrei saman í flokki. Það er ekki til þess að einfalda málið enda hefur komið fyr- ir að maður hefur verið að hoppa nán- ast beint frá Eyjum og upp á Skaga, eða kannski öfugt, þetta rennur allt dálítið saman þegar ferðirnar verða svona marg- ar. Við höfum einkum í seinni tíð reynt að gera þessar kappleikjaferðir að eins konar fjölskylduferðum þegar færi gefst. Oftar en ekki hefur þó annaðhvort ég eða hún Magga mín verið í hlutverki farar- stjóra og það getur verið mikil binding og mikil vinna meðan á því stendur. Sjálfur hef ég ekki almennilega tölu á því leng- ur hversu margar ferðimar em orðnar í gegnum tíðina, enda skiptir það minnstu máli. Maður væri ekki fara í þessar ferð- ir aftur og aftur ef maður hefði ekki ein- hverja ánægju af þessu. Staðreyndin er að þrátt fyrir vinnuna sem þessu fylgir þá er þetta frábær samvera. Maður kynn- ist félögum barnanna sinna og kynnist líka eigin börnum í öðm umhverfi og fær tækifæri til þess að sjá þau í nýju ljósi. Það má ekki heldur gleyma þeim góða félagsskap sem maður hefur af öðmm foreldmm í þessum ferðum. Það er mikið af ljómandi skemmtilegum gæðablóðum sem tekur þátt í þessu starfi. Það er hlutverk fararstjóra að halda um ungmennin í ferðunum. Passa upp á allar tímasetningar, að allir séu á rétt- um stað á réttum tíma, borði vel, hvílist og svo mætti lengi telja. Eða með öðmm orðum sjá til þess að allt í góðu lagi að nóttu sem degi. Þetta er í sjálfu sér bara hefðbundið hlutverk foreldris nema hvað meðan á ferðinni stendur þá þurfa farar- stjórar að sinna óvenju mörgum krökk- um sem em í stífri dagskrá frá morgni til kvölds. En þegar allir leggjast á eitt við að láta þetta ganga og hæfileikar hvers og eins í fararstjóm fá að njóta sín þá gengur þetta nú alla jafna mjög vel fyrir sig. Það er þó ekki hægt að neita því að maður er oft alveg búinn á því við heim- komuna satt best að segja. Það kemur líka ósjaldan fyrir að mað- ur er spurður: „Hvemig nenniði þessu?“ Svarið er því er einfalt: „Þetta er alveg rosalega gaman!“ Fyrir mér og henni Möggu minni þá eru forréttindi að fá að taka svona virkan þátt í frístundastarfi bama sinna. Auðvitað verður maður líka að sleppa af þeim hendinni og sitja heima svo þau séu nú ekki alltaf með okkur yfir sér. En með þátttökunni er maður að binda væntingar við forvamargildi þess að mynda við þau traust og gott vinasam- band, umfram það sem almennt heimilis- líf hefur í för með sér. Ég vil því hvetja sem flesta til þess að hika ekki við að koma með í þessar ferðir og leggja sitt af mörkum; sjálfum sér, bömum sínum og öllum þátttakendum til ánægju og gleði. Afram Valur! Magnús Guðmundsson Magnús Jyrir miðju í einni affjölmörgum ferðum með strákunum. Valsbiaðið 2008 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.