Valsblaðið - 01.05.2008, Qupperneq 68

Valsblaðið - 01.05.2008, Qupperneq 68
mm Dórci María ásamt Elísabetu Gunn- arsdóttur þjálfara hennar íþrettán ár með Islandsmeistarabikarinn í knatt- spyrnu Dóra María er uppalinn Valsari og hefur æft fótbolta frá átta ára aldri og þeir eru óteljandi sigrarnir á afar far- sælum ferli. Hún var ásamt Dóru Stef- ánsdóttur og fleiri æskufélögum í afar sigurælum yngri flokkum Vals og þótti snemma efnileg og leikin með boltann. Elísabct Gunnarsdóttir hefur þjálfað Dóru í 13 ár af þeim 15 sem hún hef- ur æft fótbolta og haft gríðarleg áhrif á hana sem fótboltakonu og persónu. Dóra María hefur allan sinn feril leik- ið fyrir Val nema um tíma lék hún með háskólaliði í Bandaríkjunum í nokkra vetur samhliða námi þar. Hún hefur leikið í öllum yngri landsliðum Islands og er nú einn lykilmanna í sigursælu meistaraflokksliði Vals og einnig í landsliðinu. í sumar var hún kjörin af leikmönnum besti leikmaður Lands- bankadeildarinnar og kom það henni skemmtilega á óvart. f íþróttunum hafa ÓIi Stefáns og Laufey Ólafs ver- ið helstu fyrirmyndir hennar. Það ætti ekki að koma á óvart að einkunnarorð hennar eru að láta aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. „Það var yndisleg tilfinning að vera kjör- inn besti leikmaður Landsbankadeild- ar kvenna í sumar, einkum í ljósi þess að það eru andstæðingar mínir í deild- inni sem einir taka þátt í kjörinu," segir Dóra María af mikilli hógværð. „Auðvit- að kom mér þetta á óvart því það eru svo margar frábærar fótboltakonur í deild- inni. Viðurkenning á borð við þessa gerir ekkert annað en að auka áhugann og efla sjálfstraustið," segir Dóra afar stolt. Um daginn tryggði íslenska kvenna- landsliðið sér fyrst íslenskra A liða í Eftir Guðna Olgeirsson Ég sætti mig ekki við annað en sigui* Dópa María Lárnsdóttir er rúmlega tvítug og hefur skipaö sér í fremstu röö meöal jafningja í kvennaknattspyrnu með Val og landsliðinu ng ætlar sér stóra hluti í framtíðinni knattspyrnu sœti í úrslitakeppni EM 2009 ( Finnlandi, 12 liða lokakeppni. Hvernig tilfinning var fyrir þig persónulega þeg- ar þessu markmiði var náð? Hver er lyk- illinn að baki þessum árangri landsliðs- ins að þínu mati? „Þegar hópurinn hittist fyrst undir nýrri stjórn Sigurðar Ragnars ákváðum við strax í sameiningu að mark- mið liðsins væri að komast í úrstlita- keppni EM og að ná þeim markmiðum er hreint ólýsanlegt. Mörgum þóttu þetta háleit og nær óraunhæf markmið en við sýndum það og sönnuðum að við höf- um alla burði til þess að keppa við þær bestu. Hópurinn samanstendur af ólíkum en skemmtilegum karakterum, reynslu- boltum jafnt sem nýliðum, sem höfðu sameiginlega sýn og trú verkefnið sem á endanum rættist. Þá má ekki gleyma þætti KSÍ í árangrinum og umhverfinu sem það hefur skapað. Allur undirbún- ingur fyrir leiki hefur verið til fyrirmynd- ar og við finnum það að metnaðurinn fyr- ir kvennaboltanum er mikill." Farsæll fótboltaferill í 15 án með Betu sem þjálfara í 13 ár Hvers vegna varð fótbolti fyrir valinu og hvernig hefur ferillinn verið? „Til átta ára aldurs bjó ég í Vesturbænum. Ég og æskuvinkona mín, Edda Guðrún Sverris- dóttir, lékum okkur helst með strákum og var þar fótbolti oftast fyrir valinu. Ég var í fjögur ár í fimleikum og ballet áður en ég byrjaði í fótboltanum. Pabbi minn og fjölskylda hans og frændur hafa alla tíð verið miklir Valsarar. Því lá nokkuð beint við að ég færi í Sumarbúðir í borg til að kynnast „ættarfélaginu“. í framhaldi af því byrjaði ég að æfa fótbolta 8 ára göm- ul. Það var alltaf hátindur sumarsins að fara á Pæjumótið í Eyjum. I þriðja flokki kepptum við líka á mjög skemmtilegu móti í Gautaborg sem kallast Gothia Cup. Þar komum við flestum á óvart með því að komast í undanúrslit en það þótti mjög merkilegt á sínum tíma. Beta þjálfari var líka dugleg við að gera eitthvað félags- legt með okkur sem ég tel að sé nauðsyn- legt til að auka áhuga bama á íþróttinni og efla liðsheildina. Skemmtilegast var þegar Gunnar, pabbi Betu, bauð öllum flokknum í bústaðinn til sín. Þar grillaði hann fyrir okkur og leyfði okkur að valsa um eins og við vildum.“ Eg man að Beta þjálfaði þig í 5. fiokki og gerði ykkur þá að Islandsmeisturum og hún gerði ykkur einnig að Islands- meisturum í sumar. Hvaða áhrif hef- ur Beta haft á þig sem fótboltakonu og hvernig myndir þú lýsa henni? „Ég hef æft fótbolta í nær 15 ár og hún hefur þjálfað mig í 13 ár. Undir hennar stjórn hef ég unnið nánast alla titla sem í boði eru í öllum flokkum. Hún hefur haft mik- il áhrif á mig bæði sem persónu og fót- boltakonu. Ég ber mikla virðingu fyrir henni og ég á henni margt að þakka. Ég held hún hafi ekki bara haft góð áhrif á mig heldur líka allan kvennafótboltann sem slíkan. Hún er sjálfstæð og ákveð- in og berst fyrir hlutunum. Hún er mjög metnaðarfullur þjáifari sem hefur fulla trú á þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur og um leið nær hún að smita leikmenn af sama metnaði og trú. í mín- um huga er hún besti þjálfari sem kom- ið hefur nálægt kvennaknattspymu á íslandi." Lærdómsríkur tími í Bandaríkjunum í námi og í totbolta Segðu frá dvöl þinni í Bandaríkjunum, hvað varstu að lœra og hvernig var fót- 68 Vaisblaðið 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.