Valsblaðið - 01.05.2008, Page 70

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 70
FJÖP á Gotfiia cup hjá 3. flokki kvenna Síðastliðið sumar, 13. júlí 2008, héldum við í 3. flokki kvenna til Svíþjóðar. Þetta var í fyrsta sinn sem þessir árgangar, '92 og '93, fóru í ferð erlendis og mik- il spenna var innan hópsins fyrir ferð- ina. Við komum með tvö 11 manna lið til keppni, U15 og U17. Ferðin byrjaði á því að allar mættu, misferskar, á Hlíðarenda klukkan 3:30 um nótt með troðnar ferða- töskur og full veski, tilbúnar í slaginn. Rúta var tekin til Leifsstöðvar og flogið var út án nokkurra tafa. Þegar við lentum í Gautaborg ásamt öðrum félagsliðum skein sólin á okkur. Fyrr en varir vorum við komnar á gististað okkar Bjurslattas- skolan. Við komum okkur þægilega fyrir í íþróttahúsi með mjög umdeildan stofu- hita, ef stofuhita má kalla, en ofnar virt- ust vera í algjöru lágmarki. Frábær byrjun á mótinu hjá báðum liðum Strax næsta dag byrjaði keppnin en bæði lið unnu viðureignir sínar örugglega. Síð- degis sama dag hélt myndarlegt Valsliðið á opnunarhátíðina á Ullevi leikvanginum og var hún hreint út sagt ógleymanleg. Þar vorum við meðal annars vitni að gift- ingu og flugeldasýningu svo að dæmi séu tekin. Leikvangurinn var alveg fullur af keppendum sem voru ríflega 34.000 tals- ins. Eftir skemmtilega opnunarhátíð rölt- um við með KR piltum að sporvagninum og sungum í kapp við þá stuðningslög liðanna. Bæði lið tryggðu sæti í A úrslitum Á þriðjudeginum unnu bæði lið sinn leik stórt en eftir leiki dagsins héldum við niður í bæ í verslunarferð. Þar voru kort- in straujuð af kappi og sænsku krónurn- ar okkar fylltu búðarkassa verslunarklas- ans. Við fórum sáttar heim með hendur fullar af pokum. Þegar heim var komið var sýndur afrakstur dagsins í búðunum en þegar komið var í mötuneytið voru á allir einu um að maturinn væri ekki upp á marga fiska þannig að við enduðum á skyndibitastað í nágrenninu. Eftir daginn voru bæði lið komin í riðlakeppni A. Vonbrigði með úrslit Miðvikudagurinn var stór dagur fyr- ir bæði lið en U15 liðið tapaði báðum sínum leikjum en stóð sig engu að síð- ur með mikilli prýði þar sem ekki miklu munaði að sigur ynnist. U17 liðið vann glæstan sigur í fyrri leiknum á móti norsku liði sem minnti einna helst á haf- meyjur, þar sem hár þeirra var prýtt með ýmsu sjávarfangi, en tapaði svo naum- lega seinni leiknum 1-0 þar sem Vals- stúlkur áttu meira í þeim leik, en þar með voru bæði lið því miður dottin úr keppni. Þegar „heim“ í íþróttasal var komið rölt- um við Valsstúlkur út í verslun og keypt- um sykurmikinn varning. Verslað á fuliu Daginn eftir var tekin „létt“ og skemmti- leg morgunæfing í grenjandi rigningu sem hressti okkur allar við en eftir hana var haldið í verslunarferð númer tvö þar sem að peningarnir voru endanlega kláraðir hjá allflestum og langir striml- ar fylltu budduna í stað seðlanna. Um kvöldið fengum við svo tvo valmögu- leika um hvað skyldi gera: annars veg- ar að vera heima og skemmta sér þar í góðra vina hópi, og hins vegar að fara á diskótek. Rúmlega helmingurinn var eft- ir heima en afgangurinn fór á þetta stór- skemmtilega diskótek þar sem mikið var dansað í kringum margan sveittan ung- linginn. Afmæii Alexíu og gleði í Liseberg Föstudagurinn byrjaði með æfingaleik við FH stráka sem endaði svo á æsi- spennandi vítaspyrnukeppni milli farar- stjóra og þjálfara. Þessi dagur var einn- ig 16 ára afmælisdagur Alexíu og af því tilefni ákvað hún að bjóða okkur öllum á Hard Rock þar sem við snæddum prýðis- góða máltíð og Alexía fékk afmælisgjaf- ir. Eftir notalega kvöldstund héldum við heim. Á laugardeginum ákváðum við að fara í Liseberg, þrátt fyrir slysið sem átti sér stað fyrr í vikunni en þar bilaði rússíbani með þeim afleiðingum að fólk slasaðist. Þar skemmtum við okkur konunglega í risavöxnum rússíbönunum. Frábær ferð á enda Á sunnudeginum þurftum við því mið- ur að halda heim á leið, afskaplega sátt- ar eftir góða ferð og ágætis árangur þó svo að við hefðum viljað komast lengra. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð og við þökkum öllum fararstjórum, þjálfur- um, aðstandendum og stuðningsaðilum fyrir hjálpina við að láta þetta verða að veruleika. Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir og Gerður Guðnadóttir 3.flokki Valsblaðið 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.