Valsblaðið - 01.05.2008, Side 72

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 72
lyr ■ t. „4 iElES. KS Þessi aðalfundur er sannarlega haldinn við erfiðar og sérstakar aðstæður í þjóð- félaginu sem ekki hafa farið fram hjá neinum. Ástandið hefur vissulega komið illa við hagsmuni Valsmanna hf. eins og allra annarra félaga í landinu. Ég tel hins vegar að á flestum sviðum hafi tekist vel að tryggja hagsmuni félagsins ásamt því að standa þétt að baki Val sjálfum. Hlutverk Valsmanna hf. sem bakhjarl Knattspyrnufélagsins Vals hefur aukist ár frá ári og aldrei verið eins stórt í snið- um og síðastliðið ár. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að mikilvægi félags okkar í þessu samhengi hefur aldrei verið meira og mikilvægara en einmitt nú á þeim erf- iðu tímum sem við nú upplifum. Úr skýrslu stjórnar Nýr þríhliða samningur milli Reykja- víkurborgar, Vals og Valsmanna hf. var undirritaður þann 20. ágúst sl. Tilurð og innihald samningsins hefur vakið mikla athygli og óróa meðal keppninauta Vals í borginni. Það var gríðarlegur léttir að ganga loks frá þessum samningi á síð- ustu stundu áður en allt gjörningaveðrið skall á efnahagslífi þjóðarinnar. í þessum samningi er ekki hvað minnst tryggðir fjárhagslegir hagsmunir Vals. I samningaviðræðunum gátum við teflt fram þeim rökum að tafir borgarinnar í skipulagsmálum hefðu gert Valsmönnum hf. ókleift að standa við skuldbindingar sínar við Knattspymufélagið Val. Þar sem samningar þessara aðila hafa nánast allir verið þríhliða þurfti ekki að deila um til- urð þessara skuldbindinga. Þær snúa m.a. að stofunun styrktarsjóða og þar með greiðslur úr þeim til reksturs Vals. I upp- hafi samningaviðræðna við þann meiri- hluta sem nú starfar settum við fram skýr samningsmarkmkið fyrir bæði Valsmenn hf. og Knattspymufélagið Val. Að geta með fullum sannindum stað- hæft við forráðamenn borgarinnar að enginn hluthafi í Valsmönnum hf. ann- ar en Valur sjálfur hafi hagnast á starf- semi félagsins eða fengið greiddan arð af eignum félagsins var gríðarlega mik- ilvægur hlekkur í röksemdafærslu okk- ar um að Reykjavíkurborg bæri að bæta okkur þann augljósa skaða sem síendur- teknar tafir á skipulagsmálum hafa vald- ið okkur. Nýi gervigrasvöllurinn Þann 25. október 2007 barst Valsmönn- um erindi frá formanni knattspymudeild- ar þar sem þungar áhyggjur eru settar fram vegna æfingaaðstöðu knattspymu- deildar. Stjórn Valsmanna hf. brást hratt við þessu erindi og óskaði eftir að gerð yrði úttekt og þarfagreining fyrir æfinga- aðstöðu knattspyrnunnar í Val. Starfs- menn Vals unnu þessa þarfagreiningu hratt og vel og því var hægt að ganga í málið af einurð og festu. Til að gera langa sögu stutta var nið- urstaðan sú að gervigrasvöllur utan- húss væri félaginu nauðsynlegur jafnvel þótt fljótlega yrði byggt knatthús. Álag á grasvelli og aðeins rúmlega 3ja mánaða notkunartími á ári gerir slíkan völl hrein- lega nauðsynlegan. Með viljann og bjartsýnina að vopni var ákveðið að setja framkvæmdir við gervigrasvöll á fulla ferð og árangurinn af þeirri vinnu sjá menn nú þar sem sjálf- ur völlurinn er nú fullbúin og girðingar og lýsing verður frágengin á næstu vik- um. Mig langar að nota þetta tækifæri fyrir hönd stjómar Valsmanna hf. til að þakka starfsmönnum Vals fyrir mjög gott og skemmtilegt samstarf í þessu máli. Jafn- framt viljum við stjórnarmenn í Vals- mönnum óska Knattspyrnufélaginu Val og öllum félagsmönnum þess til ham- Uppdráttur af mannvirkjum á Hlíðarenda og fyrirhuguðu knatthúsi. Vals. Valsblaðið 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.