Valsblaðið - 01.05.2008, Page 75

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 75
Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik 2008-2009. Standandi fv.: Elínborg Guðnadóttir, liðstjóri, Bernadett Toplak, Hafdís Helgadóttir, Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir, Signý Hermannsdóttir, Kristjana Magnúsdóttir, Þórunn Bjarnadóttir, Erna Rún Magnúsdóttir og Robert Dean Hodgson, þjálfari. Sitjandi f.v.: Kristín Óladóttir, Guðrún Baldursdóttir, Berglind Karen Ingvarsdóttir, Sinna Sigmundsdóttir og Elín K. Karlsdóttir. ig bættist Valsmönnum liðsstyrkur þegar Eiríkur Þór Sigurðss gekk til liðs við Val frá Stjörnunni. Þriggja leikmanna verður saknað að Hlíðarenda í vetur, en Kolbeinn Soff- íuson og Magnús Guðmundsson fóru erlendis til náms og Sigurður Tómasson sneri aftur til ÍR. Meistaraflokkur kvenna Valur teflir fram meistaraflokki kvenna í körfuknattleik annað árið í röð í vetur. Ekki hafði verið meistaraflokkur kvenna hjá Val síðan 1996 fyrr en haustið 2007, er leikmenn íþróttafélags Stúdenta (ÍS) skiptu yfir í Val og Valur tók sæti í efstu deild. Robert Hodgson, þjálfari meistara- flokks kvenna, er með liðið sitt annað ár. Á síðasta keppnistímabili náði liðið ekki að komast í úrslitakeppnina, en aðeins fjögur lið tóku þátt í henni. Kom það niður á gengi liðsins að ekki var fenginn erlendur leikmaður í upphafi móts. Lið- ið er skipað samheldum hópi leikmanna sem hafa leikið saman í áraraðir. Ekki var endurnýjaður samningur við erlendan leikmann liðsins, Molly Peterman. Fyrir yfirstandandi tímabil bættist meistaraflokki kvenna liðsstyrkur þeg- ar fjórar stelpur úr Breiðablik gengu til liðs við Val og er það mikill fengur fyr- ir félagið. Breitt bahland Hjá körfuknattleiksdeildinni eru tvö önn- ur eldri lið sem taka þátt og æfa fyr- ir hönd félagsins en það er Valur b og Valur old boys. Valur b hefur tekið þátt í annarri deildinni í mörg ár. I apríl 2008 urðu Valur b íslandsmeistarar b liða eft- ir spennandi úrslitaleik við Grindavík. B lið Vals hefur að skipa fyrrverandi Ieik- mönnum meistaraflokks Vals og hefur hópurinn stækkað jafnt og þétt undanfar- in ár. Hannes Birgir Hjálmarsson hefur haldið utan old boys hópinn í mörg ár en þeir taka þátt í mótum bæði innanlands og utan. Með þessum tveimur liðum hef- ur körfuknattleiksdeild Vals bakland með yfir 30 meðlimum sem styðja við deild- ina með einum eða öðrum hætti. Fjáröflun Meistaraflokkar deildarinnar hafa staðið sig frábærlega í fjáröflunum undanfarná vetur og er framlag leikmanna til fjáröfl- unar mjög mikilvægt fyrir starfið. Stjórn deildarinnar þakkar sérstaklega öllum leikmönnum og öðrum sem komið hafa að fjáröflununum í vetur. Svali Björg- vinsson og Ragnar Þór Jónsson stýra fjármálaráði deildarinnar eins og undan- farin ár. Yngri flokkar Birgir Mikaelsson var ráðin yfirþjálfari yngri flokka ásamt því að þjálfa 8., 9. og 10. flokk félagsins. Birgir hefur þjálfað yngri flokka Vals undanfarin ár og miðl- að af áratuga reynslu sinni sem þjálf- ari og leikmaður í efstu deildum sem og yngri flokkum. Einnig var ráðinn nýr þjálfari frá Bretlandi, Robert Newson, en hann hefur lokið háskólaprófi í þjálf- un og hefur starfað við þjálfun í fjölda ára. Aðrir þjálfarar eru Kristjana Magn- úsdóttir, Hörður Hreiðarsson og Sigurð- ur Sigurðsson. Valsblaðið 2008 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.