Valsblaðið - 01.05.2008, Page 81

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 81
Eftir Jón Guðmundsson Islandsmeistarar 4. flokks karla 1972. Aftari röð frá vinstri: Björn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari, Arnar Hilmarsson, Sœvar Jónsson, Guðmundur Þórðarson, Pétur Ormslev, Magnús Erlingsson, Atli Olafsson, Friðrik Egilsson, Hilmar Sighvatsson, Róbert Jónsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Hafsteinn Andrésson, Ásmundur Asmundsson, Júlíus Júlíusson, Guðmundur Asgeirsson, Guðmundur Kjartansson, Bergur Þorgeirsson, Albert Guðmundsson, Ingólfur Kristjánsson, Jón Einarsson. ar unglingaleiðtogi á þessum árum. Hann hélt fundi með krökkunum og sýndi kvikmyndir í félagsheimilinu, gamla fjósinu. Þar lærði ég á 16 milli- metra kvikmyndavél og náði í filmur úti í bæ til að sýna. Þetta voru bara Abott og Costello og Chaplin-myndir en næstum aldrei fótboltamyndir. Ef þær fengust þá voru myndgæðin svo allt önnur en í dag. Svo fékk ég gamlar kempur eins og Her- mann Hermannsson markvörð og Frí- mann Helgason og svo auðvitað þekkt- asta knattspyrnumann okkar Valsmanna Albert Guðmundsson til að koma á fundi og segja frá einhverju sem á daga þeirra hafði drifið. Ég verð líka að geta þess að flest árin sem ég þjálfaði hafði ég aðstoð- arþjálfara sem eiga ekki síður en ég þátt í þeim árangri sem náðist. Þarna voru góð- ir félagar eins og Björn Hafsteinsson, Stefán Sandholt, Þorsteinn heitinn Mar- elsson, Ottar Felix Hauksson svo ein- hverjir séu nefndir." Þjálfaðir þú einungis knattspyrnu? „Það má nú segja það, utan að ég tók að mér einu sinni að þjálfa stelpur sem voru að byrja í handbolta. Þetta kom þann- ig til að ég var í stjóm handknattleiks- deildar á þessum tíma. Svo er gaman að segja frá því að ég fór sem fararstjóri með Valskonum til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur árið 1964. Einmitt þá var að byrja sigurganga þeirra og Þórarins þjálf- ara Eyþórssonar. Valsarar í þá daga voru mikið bæði í handbolta og fótbolta. Menn höfðu líka mikinn áhuga á gengi Vals í báðum greinunum. Það var mikil sam- staða í félaginu á þessum árum Ég man eftir því að þá var skíðaskáli Vals mikið notaður og félagsmenn fóru oft upp eft- ir. Ég fór til dæmis upp í skála alla páska sem ég var í Verslunarskólanum. Það var skemmtilegur hópur úr handbolta og fót- bolta sem þar hittist." Hvernig þjálfari varstu? „Ég hafði ákveðin prinsipp og stóð á þeim. Þjálf- un í yngri flokkunum var svolítið árs- tíðabundin. Það voru útiæfingar frá vori til hausts en svo vorum við með inniæf- ingar stóran hluta úr árinu. Mér fannst inniæfingarnar nýtast mjög vel til að þjálfa tæknina. Þá varstu inni í hlýjum sal, ekkert rok eða rigning svo þú gast einbeitt þér að æfingum. Þá tók ég fyrir ýmis atriði eins og að drepa boltann, æfa sendingar, skalla og margt fleira. Þegar Youri kom hingað, sennilega besti þjálf- ari sem starfað hefur hér á landi, þá fór- um við Lárus Loftsson til að fylgjast með æfingum hjá honum. Við sátum í bfln- um og horfðum á æfingu. Það kom okk- ur mjög á óvart hvað voru fá atriði tekin fyrir á æfingunni. Að spyma innanfót- ar og hlaupa og hreyfa sig gat tekið tutt- ugu mínútur eða meira. Sama æfingin var endurtekin aftur og aftur. Hjá okkur var það kannski þannig að ef eitthvert atriði stóð lengur en fimm mínútur þá var kom- in ókyrrð í hópinn. Ef þú getur haldið einbeitingu við einhverja æfingu í tiltölu- lega langan tíma og yfirunnið leiðindin þá ertu sennilega að bæta þig. Afslöppun gerir engan betri. Þú verður alltaf að tak- ast á við eitthvað sem er á mörkunum að geta ekki. Þú verður alltaf að glíma við eitthvað. Þetta var svona mitt mottó.“ Það eru nokkur atriði sem þurfa að ganga upp í knattspyrnu Þú vissir alltaf hvað þú vildir fá út úr liðunum sem þú þjálfaðir. Varst með ákveðna sýn á knattspyrnuna og metn- að sem þjálfari? „Ég er nú ekki viss um að ég hafi verið svo harður í fyrirmælum til strákanna. Það em þó nokkur atriði sem mér finnst að þurfi að ganga upp. Ég reyndi að innprenta mínum leikmönnum að nota völlinn. Boltinn þarf að fara fram á við og eins út á kantana. Annars held ég að ég hafi verið miklu þekktari fyrir það að vera leiðinlegur eftir leiki. Stund- um messaði ég þá í langan tíma. Fór yfir það sem þjálfari getur nefnilega svo vel gert þá, þ.e. talað um það sem ekki gekk upp í leiknum eða það sem gerðist rang- lega. Sko, þá getur maður verið í essinu sínu að tala um fótboltaleikinn. Á und- an leikum setur maður ákveðnar reglur en svo veit maður svo sem ekkert hvað gerist. Ég sagði stundum að sá leikmaður væri góður sem færi ekki eftir þjálfaran- um. Leikmaður sem impróvíseraði, gerði eitthvað frá eigin brjósti. Sumarið 1973 þjálfaði ég lið sem vann næstum alla leiki en tapaði svo einum. Atli Eðvaldsson, sem var í liðinu, sagði að eftir þennan tapleik hafi ég í eina skiptið það sumar þakkað strákunum fyr- ir leikinn og farið svo fram án þess að messa. Hins vegar voru langir fundir eftir sigurleikina. í sigurleik gerast jafn mörg mistök og í tapleik. Ef til vill vinnst leik- urinn vegna þess að andstæðingurinn er ekki nógu góður. Þessir fundir voru þá bara framhald því sem þú ert að reyna að innprenta eða kenna, nokkurs konar tak- tikfundir eftir leiki.“ Hafa orðið framfarir? „Menn syngja mikið „Valsmenn léttir í lund“ en hér áður fyrr sungum við líka: „Við leikum allir saman ..." og í sama texta segir „... á næsta mann, hvar er hann?“ Sá texti er kvaðningin um það að fara út á völl og standa saman, gefa á næsta mann. Þegar maður horfir á fótbolta, jafnvel í meist- araflokki, er alveg grátlegt hvað menn hitta stundum illa á samherja.“ Var stundum erfitt að velja í lið? „Þetta var svona púsluspil. Þegar ég Valsblaðið 2008 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.