Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 82

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 82
Róbert ásamt Valsmönnunum Val Benediktssyni og Elíasi Hergeirssyni á Melavellinum í upphafi dómarafer- ils 1965. valdi í lið reyndi ég að nýta leikmenn- ina sem best, velja einstaklinga í lið- ið sem pössuðu saman. Eitt árið getur maður valið einstaklinginn í lið sem ekki kemst svo lið næsta ár. Þetta fer allt eft- ir leikmannahópnum. Dæmi um þetta er líka fantagóður, flinkur og útsjónarsamur leikmaður og markakóngur öll árin sem hann spilaði og nú fyrrverandi borgar- stjóri, Olafur Magnússon. Hann var frá- bær knattspyrnumaður en hann var oft- ast í B-liði því hann var í árgangi með óvenju sterkum leikmönnum, í hópi með Inga Birni og fleirum. Ég datt til dæm- is einu sinni ofan á það að gera Bjarna Guðmundsson, sem varð nú þekkt- ari sem handboltamaður, að hafsent en hann hafði leikið sem kantmaður. Hann var svo fljótur að hlaupa og svo snögg- ur að þó að menn hefðu eitthvert forskot á hann hljóp hann þá uppi. Guðni Bergs lék þetta svo eftirminnilega eftir seinna. Fljótur hafsent þýddi að þú gast leikið með öðruvísi bakverði ef svo má að orði komast. Ég er stoltur af því að hafa yfirleitt náð upp góðri baráttu í liðunum sem ég var með. Menn voru að berjast fyrir því að ná árangri. Annars verð ég að segja það að ég sé núna að þessi skipting í A- lið og B-lið átti ekki rétt á sér. Það átti að leyfa fleiri liðum frá hverju félagi að taka þátt í einhvers konar riðlakeppni. Á þessum árum milli 1960 og 1970 voru hundruð krakka í yngri flokkunum hjá Val og fjöldamargir sem komust aldrei að. Þessir strákar mættu samt á æfing- ar en fengu aldrei tækifæri að spila. Það var hrein vitleysa að skynja þetta ekki þá. Menn voru fastir í kerfinu ... meira að segja svo fastir að þó að ég hefði haft hundrað stráka til að velja úr árið 1964 í fimmta flokki og við unnum alla leiki, þá fór maður kannski upp í Vatnaskóg til að ná í Inga Björn eða Hörð Hilmars eða á Úlfljótsvatni að ná í Árna Geirs frekar en að velja eitthvað af hinum strákunum sem aldrei komust í liðið. Einhvern tím- ann áttum við að spila við Skagamenn hér í bænum. Ingi Bjöm átti að keppa með okkur en var í Vatnaskógi. Skaga- menn þurftu að ná í einhverja stráka þangað og Ingi Björn fékk að fljóta með þeim í bæinn, þeir sóttu andstæðinginn í Vatnaskóg. Þó að maður hefði fullt af mannskap var metnaðurinn svo mikill að menn lögðu mikið á sig til að vera með besta liðið.“ Hvaða lið eru nú eftirminnileg? „Val- ur átti mjög góða árganga af strák- um sem fæddir eru 1952 til 1955. Þetta eru sennilega strákarnir sem unnu einna mest. Stundum segi ég að þeir hafi ver- ið óheppnir að hafa engan annan þjálfara en mig í sex ár, ekki fyrr en þeir hættu í 2. flokki. Þeir urðu Islandsmeistarar á seinna árinu í flokkunum öll þessi ár. í þessu liði er mjög sterkur kjarni, Ingi Björn, Þórir heitinn Jónsson, Jón Geirs, Róbert, Árni Geirs, Hörður Hilmars og Vilhjálmur Kjartans var fyrirliði. Síðan var ég gríðarlega ánægður með árang- ur meistaraflokks kvenna sem ég þjálf- aði 1986. Þær urðu bæði íslands- og bik- armeistarar." Tveir leikir sama daginn - flogið upp á Skaga Attu minningar frá öllum mótum og frá öllum hópum sem þú varst með? Manstu kannski heilu keppnistímabilin? „Nei, blessaður vertu, langt frá því. Það eru einstakir leikir og til- vik sem sitja samt eftir. Samt er stundum svo- lítið skrýtið hvað sit- ur eftir og hvað ekki. Stundum skjótast ótrú- legustu minningar upp í hugann. Það situr til dæmis eftir þegar við spiluðum fimm úrslita- leiki gegn Skaganum í fimmta flokki með Guðna Bergs í farar- broddi. Frá þeim tíma sem ég var með 1952 árganginn eru reynd- ar mjög minnisstæð- ir leikir. Þar á meðal leikur uppi á Akranesi í öðrum flokki. Þá var ég reyndar líka að þjálfa þriðja flokk. Þriðji flokkur var að spila þennan sama dag klukkan tvö en Skagaleikurinn var klukkan fjögur. Eftir þriðja-flokksleik- inn tók ég flugvél upp á Akranes og lenti í fjörunni fyrir neðan nýja grasvöllinn um leið og strákarnir voru að hlaupa inn á völlinn. Við vorum miklu meira á vall- arhelmingi þeirra en þeir á okkar, oft- ast upp við vítateig. Við byrjum á því að skora og fáum síðan vítaspymu. Þór- ir skýtur í stöng og eftir það, á stuttum tíma, er staðan orðin þrjú eitt fyrir Akra- nes, þó að við væmm alltaf í sókn. í hálf- leik var staðan 4-3 fyrir Val svo jafn- ar Teitur fyrir Skagann, við komust yfir aftur en er upp var staðið unnum við 7-5. Svona leikir sitja enn í minninu. Svo var það þegar þessir strákar voru á yngra ári í þriðja flokki að við unnum Fram í síð- asta leik sumarsins. Framararnir höfðu verið mjög sigursælir svo það var mikið afrek að vinna þá með aðeins einn leik- mann á eldra ári, sá var Stefán Gunnars- son sem svo gerði garðinn frægan í hand- boltanum." Pað hafa þó nokkuð margir af þín- um lœrisveinum farið í atvinnumennsku. „Nei, nei, ekki svo margir. Einhverj- ir. Þetta var ekki svo algengt á þessum árum eins og í dag. Þó eru þarna strák- ar eins og Pétur Ormslev, Sævar Jónsson, Albert Guðmundsson, Guðni Bergsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Atli Eðvalds- son og auðvitað Jóhannes bróðir hans.“ Þetta hlýtur að vera gaman fyrir þjálf- ara? „Jú, jú, það er það. Annars hef ég nánast átt mann sem ég hef þjálfað í meistaraflokki Vals til dagsins í dag. F okkarnir 15 sem Róbert hefur komið sem álfari í úrslit Islandsmots á löngum og farsælum álfaraferli Ár Flokkur Félag Úrslitaleikir í íslandsmótum 1964 5. fl. Valur Islandsmeistarar 1966 4. fl. Valur (slandsmeistarar 1968 3. fl. Valur íslandsmeistarar 1970 5. fl. Valur (slandsmeistarar 1972 4. fl. Valur íslandsmeistarar 1973 3. fl. Valur (slandsmeistarar 1974 3. fl. Valur Annað sæti 1977 5. fl. Valur Annað sæti 1979 4. fl. Valur (slandsmeistarar 1980 3. fl. Valur Annað sæti 1981 3. fl. Valur Annað sæti 1983 Mfl. kv. Breiöablik íslands- og bikarmeistarar 1985 4. fl. Valur (slandsmeistarar 1986 Mfl. kv. Valur (slands- og bikarmeistarar 1987 5. fl. Valur Annað sæti 82 Valsblaðið 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.