Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 85

Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 85
Hart deilt um haganlega útskorið Islandshorn Ein besta leiðin til að afla fjár var að halda kappleiki og hagnast af aðgangs- eyri á völlinn. Fram og KR nutu til dæm- is góðs af slíku því Fram hafði gefið Islandsbikarinn og fékk ágóða af íslands- mótinu en KR gaf Reykjavíkurhomið og hafði tekjur af Reykjavíkurmótinu. Gæð- unum var því misjafnlega skipt eftir að Valur bættist í hópinn því ekkert mót var á vegum félagsins þótt efnt hafi verið til eins leiks í fjáröflunarskyni árið 1916.5 Einn þeirra sem gerði sér grein fyrir þessu misvægi var Egill Jakobsen kaup- maður, kunnur knattspymufrömuður á þessum ámm og einn besti dómarinn sem völ var á. Hann lagði til við Valsmenn sumarið 1917 að þeir stæðu fyrir móti um „Knattspyrnuhorn íslands" og gaf Egill verðlaunagrip til keppninnar sem Stefán Eiríksson myndskeri, og fyrrum stjómarmaður í KFUM, skar út. Vinar- bragði Egils tóku Valsmenn fagnandi og með samþykki séra Friðriks Friðriksson- ar var Fram og KR boðið að taka þátt í fyrirhuguðu móti um haustið. En þá kom babb í bátinn. KR þáði boðið en Fram neitaði þátttöku. Töldu þeir að keppni um Knattspymuhorn íslands (íslandshomið) væri allt of keimlík þeirra eigin keppni um Knattspymubikar íslands (íslands- bikarinn). Nafn verðlaunagripsins fór sem sagt fyrir brjóstið á þeim en eflaust sat líka í þeim kærumál sem Valsmenn höfðuðu á hendur þeim haustið áður þeg- ar þeir kærðu tiltekinn leik Reykjavíkur- mótsins og fengu úrslitunum hnekkt.6 Svo sem við var að búast mislík- aði Valsmönnum að Fram hugðist ekki taka þátt í keppninni um íslandshornið haustið 1917 enda fyrirsjáanlegt að það myndi skaða Val fjárhagslega. Æxluð- ust mál þannig að Valsmenn hótuðu að þeir, og jafnvel KR líka, myndu alfar- ið hunsa keppnina um íslandsbikarinn næsta ár nema Fram samþykkti að taka þátt í keppninni um Islandshomið. Þetta varð til þess að Framarar gáfu eftir í mál- inu þótt ekki væru þeir að öllu leyti sátt- ir. Hvað einstök úrslit varðar er þess að geta að Valur tapaði öllum kappleikjum sínum sumarið 1917 en náði að landa tveimur sigmm í sjö leikjum árið eftir. Þegar fram liðu stundir kom það á hinn bóginn í hlut Fram að vinna íslandshorn- ið umdeilda til eignar.7 A( spjöldum sögunnar Upphaf knattspyrnurœöu þeirrar er séra Friðrik Friðriksson flutti í áheyrn félaga úr Val, Fram og KR laugardaginn 14. september 1918. Stór hluti rœðunnar birtist í Vals- blaðinu árið 1995, bls. 23-25. Frumrit rœðunnar er varðveitt í minningarstofu séra Friðriks í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á íslandi við Holtaveg 28. Stofan er öllum opin til skoðunar á almennum skrifstofutíma. Bróðurleg samdrykkja í „ValhöH" og horn al ýmsu fagi Skýrt dæmi um þann sess sem knatt- spyrnan skipaði í huga séra Friðriks Friðrikssonar um þetta leyti finnum við haustið 1918. I byrjun septembermán- aðar kepptu KR, Fram og Valur í annað sinn um Islandshom Valsmanna og fór úrslitaviðureign mótsins fram sunnudag- inn 8. september. Þar kepptu KR og Val- ur til úrslita og hrósaði KR sigri að leik loknum. Næstkomandi laugardag bauð Valsblaðið 2008 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.