Valsblaðið - 01.05.2008, Side 86

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 86
séra Friðrik fullorðnum knattspyrnu- mönnum í Reykjavík til fjölmenns kaffi- samsætis. Þangað var Valsmönnum sér- staklega boðið, ásamt KFUM-piltum sem spiluðu með öðrum knattspyrnufélögum sem og öllum í kappliðum KR og Fram eftir því sem best verður séð.8 Samsætið var haldið í húsi KFUM við Amtmannsstíg og mættu nálægt sextíu manns ef marka má séra Friðrik. Kvöld- ið hófst á kaffidrykkju og spjalli en síðan las Friðrik fyrsta kafla sögunnar Keppi- nautar sem rúmum áratug síðar var gef- in út til ágóða fyrir fyrstu utanför Vals. Hafði Friðrik samið kaflann nóttina áður af þessu tilefni en hafði ekki framhald í huga. Sagan hlaut hins vegar svo góðar undirtektir að um veturinn skrifaði hann nokkra kafla til viðbótar.9 í lok kvöldsins flutti séra Friðrik síðan einkar áhugavert erindi um eðli og tilgang knattspyrnunn- ar frá eigin sjónarhóli séð. I upphafi ræðu sinnar kvaðst séra Frið- rik hafa hlakkað til þessa kvölds „eins og til stórhátíðar“. Bauð hann Valsmenn velkomna sem og leikmenn úr „báðum kappliðunum“ sem keppt höfðu við Val „á umliðnu móti“. Síðan bætti hann við: Er jeg sje yður alla samankomna sitja hjer svo friðsamlega í sátt og bróðurlyndi dettur mjer í hug lífein- herjanna í Valhöll; fóru þeir út um daga og þreyttu leiki og háðu orust- ur, en að kveldi settust þeir saman að samdrykkju og voru glaðir sem góð- ir brœður.10 I kjölfarið lýsti Friðrik því allítarlega hvernig hann sæi fyrir sér að knattspyrn- an, sem íþrótt og list, gæti verið „til hinna mestu þrifa, og hagnaðar bæði fyrir líkama, sál og anda þeirra sem iðka hana á rjettan hátt.“" Taldi Friðrik að fótbolta- leikurinn væri „eitt hið bezta meðal til þess að æfa sig í sjálfsafneitun og sjálf- stamningu“ og lagði mikla áherslu á gildi góðrar samvinnu og drenglyndis.12 En í ljósi þeirra deilna sem hið haganlega útskorna íslandshorn hafði valdið árið áður eru orð séra Friðriks undir lok ræð- unnar sérstakrar athygli verð. Þar brýndi hann alla viðstadda: ... að nota þessa íþrótt rjett, ekki svo að það verði höfuð markmiðið að vinnaj,] vinna sjer inn „horn “ eða aðra góða gripi að sigurlaunum ein- stakra leikja, þvíefvjer ... ekki kom- um auga á hina uppalandi, göfgandi og menntandi þýðingu leiksins; og leikum hann aðeins oss til fordild- ar og stundargamans, þá munum vjer sem heimsku launfá horn og klauf- ir með sem setja oss (tignarröð með rymjandi nautumP Eflaust komu þessi orð við kaunin hjá einhverjum. En séra Friðrik er óhrædd- ur að stinga á graftarkýlin og í framhald- inu reynir hann að skerpa fókusinn á það sem hann telur mestu máli skipta. Hann hvetur hina ungu menn til að keppa fram- ar öðru eftir því að verða „betri menn ... þolgóðir[,] einbeittir, viljafastir, með hrein og óeigingjörn markmið“.14 Að lok- um má segja að hann beri smyrsl á sárin og kveðji vini sína á ljúfum nótum: Svo keppi hvert fjelagið Fram, Reykjavíkur15 og Valur hvert við annað að skara fram úr hinu í öll- um þeim drengilegu kostum sem bezt meiga prýða unga karlmenn og sanna föðurlandssyni. í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á íslandi við Holtaveg 28 er sértök stofa helguð minningu séra Friðriks Frið- rikssonar. Stofan er öllum opin til skoð- unar á almennum skrifstofutíma. Hér má sjá hœgindastólinn sem séra Friðrik sat gjarnan í á efri árum. Ofan við stólinn er mynd afséra Friðriki sem Jóhannes Sig- urðsson prentari málaði á sínum tíma og gafPáli bróður sínum. Nýverið gafsonur Páls, séra Sigurður Pálsson, KFUM og KFUK á íslandi myndina. Til hliðar sést hluti af einkabókasafni séra Friðriks. Valsblaðið 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.