Valsblaðið - 01.05.2008, Side 88

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 88
Valsfjölskyldan Landsliðsstelpur í hand- bolta áferðalagi. Dagný, Drífa og Hrafnhildur Skúladœtur ásamt FH- ingnuin Gunni Sveinsdóttur. Undanfarin ár hufum viö Valsmenn verið svn lánsamir að njáta krafta fjngurra frábærra systra í handbnltaliði fálagsins. Hér er að sjálfsngðu átt við Hrafnhildl, Dagnýju, Drífu ng Rebekku Skúladætur Skúli? Á yfirstandandi keppnistímabili ber svo við að þrjár systranna spila í Valsbúningi, en Rebekka ákvað að söðla tímabundið um og spila með Fylki í Árbænum. Hrafn- hildur kom til baka úr atvinnumennsku í Danmörku og Drífa er komin á fullt eft- ir barneignafrí. Óhætt er að segja að þess- ar stelpur setji mikinn svip á liðið, enda einkennir þær mikill kraftur og fáheyrt að svo margar systur séu samankomnar í einu og sama liðinu. Allar hafa þær ver- ið fastamenn í landsliðum íslands undan- farin ár og eiga glæstan feril að baki sem er langt í frá lokið. Valsblaðið ákvað að hafa samband við stelpumar og ræða við þær um handboltann, fjölskylduna, vænt- ingarnar til tímabilsins, framtíðina og þátt foreldranna í þeirra árangri. Það hlýtur að hafa verið kátt á hjalla á uppeldisheimili stelpnanna í Breið- holtinu, því systkinin em alls sex tals- ins. Systurnar eiga nefnilega 2 systkini sem hafa ekki látið eins mikið fara fyr- ir sér á handboltavellinum, þau Daða og Hönnu Lóu. Það er auðvelt að sjá hvað- an krafturinn í systkinunum kemur þegar maður kynnist foreldmnum, þeim Skúla Guðmundssyni og Þórdísi Jónu Rúnars- dóttur. Bæði em þau fastir gestir í stúk- unni á leikjum Vals og einhvem veginn fær maður á tilfinninguna að þarna fari ofurfólk, sem varla þurfi að sofa. Þau mæta alltaf til að hvetja og ekki heyrist styggðaryrði frá þeim í garð leikmanna eða dómara. Handboltasystur með Valsblóð í æðum Skúli og Þórdís mega alveg vera stolt af systrunum og að sjálfsögðu einnig þeim Daða og Hönnu Lóu, þó að hér sé meira einblínt á handboltasystumar. Þann- ig eiga systumar til samans yfir 250 A- landsliðsleiki og fjöldann allan af ung- lingalandsliðsleikjum. Okkur Iék forvitni á að vita hvar og hvenær handboltaiðk- unin hafi byrjað hjá systrunum og af hverju þær hafi valið okkar ástkæra félag. Dagný er fyrst með orðið: „Ég byrjaði af fullum krafti í handbolta þegar ég var 12 ára með ÍR, en hafði byrjað að fikta við þetta árið áður samhliða fimleikum. Ég hef spilað með nokkrum liðum hér heima og erlendis, en er núna að spila mitt ann- að tímabil í Val. Ég ákvað að koma í Val því mér leist vel á klúbbinn, topp aðstæð- ur og gott fólk sem vinnur fyrir klúbbinn. Auk þess er félagsskapurinn góður.“ Drífa byrjaði í handbolta á sama tíma og tvíburasystirin Dagný, en hún á nokk- uð lengri sögu á Hlíðarenda: „Ég spilaði mitt fyrsta tímabil með Val 2001-2002. Fór í Val því mér leist vel á þjálfarann sem þá var Elvar Erlingsson (núver- andi þjálfari karlaliðs FH - innsk. blaða- manns) og svo var hópurinn mjög spenn- andi. Ég þekkti t.a.m. nokkrar í liðinu í gegnum landsliðið." Hrafnhildur hóf einnig sína handbolta- iðkun þegar hún var 11 ára gömul: „Snill- ingurinn Lilja Valdimarsdóttir (stjórhar- maður í hkd. Vals - innsk.) dró mig með sér á æfingu hjá Val en þá var hún nýbúin að yfirgefa mig úr gettóinu (Breiðholtinu). Fór svo fljótlega yfir í ÍR þar sem mun auðveldara var að komast á æfingar. Eftir þetta stutta stopp árið 1988 liðu þrettán ár þangað til ég var aftur komin í Valsbúning, það var tímabilið 2001-2002. Ég kom síð- an í þriðja skiptið núna í haust. Auðvelt að svara af hverju, þetta er langflottasti hóp- urinn og þjálfarateymið. Gaman að hafa svona margar „múttur" í liðinu, flestar á svipuðu reki. Svo er auðvitað mjög gaman að vera með systrunum í liði.“ Rebekka er yngsta systirin og á hún tvö góð tímabil að baki með Val. Fyrir yfirstandandi tímabil söðlaði hún um og ákvað að reyna fyrir sér hjá Fylki. Hún hóf sinn handboltaferil í ÍR eins og hinar systurnar en er augljóslega orðin Valsari eins og hinar systumar. 88 Valsblaðið 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.