Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 97

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 97
Af spjöldum sögunnar Þessi mynd er líklega tekin í Vatnaskógi árið 1940 eða upp úr því. Trúlega er sr. Friðrik með piltum í sr. Friðriksherbergi. Þessi mynd afsr. Friðrik að stjórna drengjum syngja er líklega tekin uppi á þakinu á Amtmannsstíg 2B. Hún gœti verið tekin um eða ejtir miðjan þriðja áratuginn. ur. Hann benti strákunum á „mannúð- arverk nútímans," eins og hann kallaði þau, „óséð fyrir nokkrum árum,“ bætti hann við og benti á Laugarnesspítala, Vífilstaðaspítala og Kleppsspítala. Sr. Friðrik sem hafði verið prestur á Laugar- nesspítalanum sagði að brátt yrði holds- veikin sigruð. Hann talaði um geð- veiki og berkla og kærleikann og hann sagði að allt kærleiksleysi í samskiptum manna hljómaði eins og hjáróma streng- ir og falskir tónar í samstilltum söng. Og margt fleira talaði hann og útskýrði þenn- an júlídag 1911, þar á meðal að Sursum Corda þýðir lyftum hjörtum til himins. Valur er einstakur. Varla hefur nokk- urt félag verið stofnað í göfugri tilgangi og ekki er vitað um annað knattspyrnu- félag sem hefur það markmið fremst að leita Guðs ríkis en setur knattspymuna í annað sæti. Sr. Friðrik kenndi Valsmönn- um að vera heilbrigðar sálir í hraust- um líkömum. Hann brýndi fyrir þeim að vera öllum fremri í mannlegum dyggð- um; karlmennsku, kærleika, örlæti, sjálf- stillingu, fordómaleysi, vináttu, samúð, ósérhlífni, auðmýkt og þolinmæði. Hann kenndi þeim heiðarlega samkeppni og að láta ekki kappið bera fegurðina ofurliði. Hann brýndi þá til að keppa alltaf til sig- urs og sigurlauna. Valsmenn eiga að vera Þessi mynd er örugglega tekin fyrir 1939, kannski um eða eftir 1930. Trúlega eru þetta piltar úr KFUM, kannski Valspiltar. En efmyndin er tekin um 1920 gœtu þetta líka verið félagar í Hvat? í fremstu röð, hver í sinni köllun, sinni grein. Valsmenn, með knattspyrnuna í öðm sæti, unnu glæsta sigra á knattspymuvell- inum og áhrif sr. Friðriks vom sterkust í þeim Valsdrengjum sem fullorðnuðust á blómatíma félagsins milli 1930 og 1950. Þeir færðu Val helming þeirra íslands- meistaratitla sem hann hefur fengið í efstu deild knattspyrnunnar og árið 1939 keyptu drengirnir hans sr. Friðriks jörð- ina Hlíöarenda, við enda Öskjuhlíðar. Svo eltist sr. Friðrik og dó, en varla mun sterkari minning um nokkurn mann á íslandi. Oft á ári hverju em haldnar guðsþjónustur og samkomur til að minn- ast hans. Höggmynd af sr. Friðrik, með dreng sér við hlið, er í miðju höfuðborg- arinnar, við Lækjargötu og minnisvarð- ar eru á Hlíðarenda, í Vatnaskógi nærri Oddakoti við Eyrarvatn, og í þjóðbraut við Háls í Svarfaðardal á veginum milli Akureyrar og Dalvíkur. Við hittumst í draumi í Versluninni Vísi á Laugavegi 1 og þaðan gengum við saman upp brattan Skólavörðustíginn. Hann spurði mig hvort Valsmenn hefðu ekki lengur þörf fyrir boðskap sinn. Ég játti því, en sagði að aðferðir hans hent- uðu ef til vill ekki nútímanum. „Þá er að finna nýjar,“ sagði hann. „Það er áskomn Vals að endurnýja framleiðslutækin, upp- eldisaðferðirnar, svo Valsmenn hætti ekki að skilja hvaðan sönn verðmæti koma, því uppspretta sannra verðmæta má ekki gmggast eða þorna upp.“ Hátt á hæðinni stendur Hallgríms- kirkja. „Þarna er frægasti staður á land- inu,“ sagði hann, og benti upp bratt- ann; „að kirkjunni fara allir gestir sem til landsins koma.“ „Já, en gleymdu ekki Bláa lóninu hans Gríms Sæmundsen for- manns Vals,“ sagði ég, „ekki fara færri þangað." „Verum est, verum est,“ sagði hann á latínu og bætti því við að Bláa lónið væri sannkallaður kærleiksstað- ur sem bæði líknar og læknar. „Bláa lón- ið er líkt og Valur, kærleiks- og heilsu- bmnnur fyrir líkama og sál.“ „Gáðu að því,“ hélt hann áfram, „að Bláa lónið er afurð annars, líkt og Valur. Jarðorka sem sótt er til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni hefur, svona aukreitis, skapað Bláa lónið. Það er guðsgjöf. Eins er það með Val, orkan og viskan sem sótt er í helga bók til þess að göfga Val hefur aukreitis skilað Valsmönnum í fremstu röð. Valur er guðsgjöf.“ Áfram göngum við brattann. Hátt á himni yfir turni kirkjunnar sjáum við ljós vonarinnar. „Persónulega minning- in um mig, segir hann, getur ekki kom- ið í stað réttra markmiða Vals og má ekki bera þau ofurliði." „Hefur þú þá áhuga á að taka að þér hlutverk Hitaveitu Suður- nesja fyrir Val,“ spyr ég. Hann hlær hátt og segir að Hitaveitan sé fyrir Bláa lónið, en að hann vilji gjarnan verða Saltverk- smiðja Suðurnesja og þá geti Valur orðið salt jarðarinnar. Hann hafði varla sleppt orðinu þeg- ar Valsmenn bar að í hópum og áfram gengu allir brattann, léttir í lund; fram á lýsandi leið vonarinnar. Sr. Friðrik var leiðtoginn og með honum myndum við leggja grunn að sigri, þá kemur um síðir sá dagur að ljós vonarinnar verður stjarna veruleikans. Valsblaðíð 2008 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.