Valsblaðið - 01.05.2008, Page 102

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 102
Félagsstarf Eftir Tryggva Jónsson Valsarar.i Valsara stuðningsmannasíðan hóf göngu sína í nóvember 2002 í fyrstu blogg- bylgjunni sem reið yfir landann og þá á léninu valsarar.blogspot.com. Stuttu síðar breyttist hún í valsarar.tk, síðan í valsar- ar.net og loks valsarar.is. Fyrstu árin vor- um við nokkuð afkastamikil í skrifum en upp úr 2005 fór mesti móðurinn að renna af okkur. f lok sumars það ár lognað- ist þetta út af hjá okkur allt fram í febrú- ar 2007. Vegna tæknilegra vandræða datt heimasíðan aftur niður síðasta vetur en í vor keyptum við lénið valsarar.is með styrk frá Henson og Trygginga->miðstöð- inni og vonandi mun það leiða til virkari skrifa á næstu árum. Valsbolir búnir til Á þessum tíma höfum við látið búa til þrjár tegundir af bolum og selt til stuðn- ingsmanna. Fyrsti bolurinn kom 2003 með Valsmerkinu og áletruninni „VALS- ARI“ og það er gaman að því að enn þann dag í dag erum við að sjá honum bregða fyrir á leikjum. Árið 2005 gáfum við út nokkuð umdeildan bol en hamar og sigð prýddu hann með einkunnarorð- unum „Félag fólksins - Valur“. Nokkr- ir gagnrýndu okkur fyrir verknaðinn og voru lítt hrifnir en flestir gátu þó hlegið að þessu enda var þetta til gamans gert. Árið 2007 kom síðan einfaldur bolur með árituninni „Valur - 1911“ sem hlaut mjög góðar viðtökur. Bolirnir hafa verið að koma út annað hvert ár hjá okkur og miðað við þetta munstur er aldrei að vita nema það komi ný tegund næsta sumar. Umbpotatímar hjá Val fyrin nokkpum árum Að mörgu leyti voru umbreytingatímar Valsblaðið 2008 Frelsarinn kveður í gangi í félaginu á upphafsárum síð- unnar. Handboltadeildin glímdi við áður óþekkta titlaþurrð, körfuboltaliðið var fast í 1. deildinni og knattspyrnudeild- in var í eins konar eilífðarkrísu að því er virtist með karlaliðið. Deilumálin voru af ýmsum toga, menn voru ósáttir við þjálf- ara, margir leikmenn virtust oft á tíðum ekki leika að fullri getu og ýmsar ákvarð- anir stjórnar orkuðu tvímælis. Fyrsta verulega deilumálið á síð- unni spratt upp þegar Sigurbjörn Hreið- arsson var valinn Valsmaður ársins árið 2002 en okkur þótti óskiljanlegt að hand- boltamarkvörðurinn Roland Valur Eradze hefði ekki hlotið hnossið. Haustið 2003 var einnig allt í háalofti eftir þriðja fall- ið í fótboltanum og sumarið 2004 var Njáll Eiðsson knattspyrnuþjálfari talsvert gagnrýndur fyrir að spila ekki blússandi sambabolta í 1. deildinni það sumar. Sem betur fer hafa þessir hlutir færst í betra far og menn hafa þjappað sér bet- ur saman þó að vissulega séu margir litlir hlutir sem við í Val getum bætt úr. Stuðn- ingsmannaklúbburinn, sem við tókum þátt í að stofna, var öflugur fyrstu starfs- árin en því miður hefur talsvert dreg- ið úr virkni hans og lítið verið um end- urnýjun í hópnum. Fjölmargir kaupa sér ársmiða á leiki knattspyrnuliðs- ins og þjónusta við þá eins og hálfleik- skaffið hefur ekki verið upp á sitt allra besta síðustu tvö sumur. Fyrir nokkrum árum var boðið upp á grillmat fyrir leiki og mætti endilega endurvekja það næsta sumar. Virkja barf fleiri stuðningsmenn til að vmna við síðuna Einnig þurfum við að huga betur að því að virkja hinn almenna stuðningsmann til þátttöku í félaginu. Sá hluti Reykjavíkur sem telst til Valshverfis er talsvert stór en segja má að hann nái allt frá Lækjargötu og að Kringlumýrarbraut. Ljóst er að um stórt bakland er hér að ræða en hingað til hefur félagið ekki virkjað þennan styrk- leika til fullnustu. Slíkt verður auðvit- að ekki gert á einni nóttu en Ijóst er að á komandi tímum þarf Valur að vera mikil- vægur hornsteinn í menningu hverfanna sem félagið þjónustar. Eitt það helsta sem hefur staðið síð- unni fyrir þrifum hefur verið tímaskort- ur okkar félaganna til að uppfæra síðuna. Valur er með sex keppnislið í meistara- flokkum, heilmikil starfsemi er í kring- um yngri flokkana og fjölmargir Valsarar gera það gott á erlendri grundu svo það er í mörg horn að líta.Við höfum nokkr- um sinnum auglýst eftir fleiri pennum en hingað til hafa menn verið hálf feimnir við að slást í lið með okkur. Það er til- valið að auglýsa eftir áhugasömum skrif- urum í Valsblaðinu. Póstfangið er valsar- ar@valsarar.is Áhugamenn um síðuna geta skoðað gamlar færslur á slóðinni http://php.int- ernet.is/valsarar. / Enn einn Valsarinn í landsliðið Dasbr r.MiJ,. 11 MMéntxr 200« SfloR ttoirl öœml Bortía tl þot* o« ótafur Jóharoossor só búlnri að vora hotsii aðdáonöl Vots afðostu ðrln on I aog t&ynnti tarðstðsþjiUfarlnR hðp slrr fyrlr aofingolofc gogn Motu I nasstu vfku. Athugasomdí (1)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.